Icesave gegn þjóðinni

Nú reynir almenningur (nema kjósendur Samfylkingarinnar) að framleiða eins mikinn hávaða gegn þrælasamningnum um Icesave skuldir Landsbankans, sem því miður virðist samt ekki muni duga til að snúa Alþingi af villu síns vegar.

Icesave er skuld Landsbankans og kemur þjóðinni og ríkissjóði nákvæmlega ekkert við, enda bannar tilskipun ESB um innistæðutryggingasjóði, ríkisábyrgð á slíka tryggingasjóði, vegna þess að ef einstök lönd veita slíkar ríkisábyrgðir, skekkir það samkeppnisgrundvöll banka innan ESB.  Þess vegna má Alþingi alls ekki samþykkja slíka ríkisábyrgð.

Það er dapurlegt að hlusta á þingmenn og ráðherra tala frekar máli kúgaranna, heldur en að halda fram málstað sinnar eigin þjóðar og reyna að réttlæta þessar gerðir sínar með því, að þannig skapist á ný traust og trú útlendinga á íslensku efnahagslífi og íslensku krónunni.

Þeir ættu frekar að reyna að efla traust og trú sinna eigin þegna, á því, að þeir séu færir um að leysa úr þeim vanda, sem þjóðin stendur frammi fyrir innanlands.


mbl.is Hávaði gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"enda bannar tilskipun ESB um innistæðutryggingasjóði innistæðna, ríkisábyrgð á slíka tryggingasjóði"

 Það er ítrekað búið að leiðrétta þennan þráláta misskilning.

Samt hanga þeir sem vilja einangra þjóðina enn á þessu feyskna strái.

Arnar (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 13:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvernig hefur þetta verið hrakið?  Menn geta sannfærst um þetta sjálfir, ef þeir lesa tilskipunina.  Hún hefur margoft verið birt hér á þessu bloggi og öðrum.

Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2009 kl. 13:34

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Heyr, heyr!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.8.2009 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband