Greiðslugeta eða greiðsluvilji

Ekki skal gert lítið úr greiðsluvanda íbúðareigenda um þessar mundir, en varla getur það talist dæmigert fyrir erfiðleikana að tiltaka vanda hjóna, sem bæði hafa atvinnu, sem skulda 8,7 milljónir í húsnæðislán.  Vafalaust er íbúðin orðin of lítil fyrir fjölskylduna og ekki selst hún núna, frekar en aðrar íbúðir, hvorki í Reykjavík eða annarsstaðar á landinu.

Ef ekki er raunveruleg greiðslugeta til að greiða af 8,7 milljóna húsnæðisláni, hvernig ætti þá að vera hægt að stækka við sig og fara í stærri og dýrari íbúð?  Spurningin sem vaknar, er einmitt sú, hvort hér sé um skort á greiðslugetu að ræða, eða skort á greiðsluvilja.  Það er tvennt ólíkt.

Fjölmiðlar mega ekki missa sig alveg í umræðunni um greiðsluvanda heimilanna og fara svo langt, að fjalla um greiðsluvilja einstakra skuldara, þegar raunverulegi vandinn er greiðluerfiðleiki margra heimila, sem eru með margfalt meiri greiðslubyrði, en sem nemur 8,7 milljóna húsnæðisláni.

Þessi frétt hlýtur að valda mörgum heilabrotum hjá þeim sem raunverulega berjast í bökkum.


mbl.is Greiðsluviljinn að hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband