Það er uppi á henni typpið

Það var aldeilis uppi á henni typpið, landsliðskonunni sem heimtaði dómara með typpi í búningsklefanum eftir landsleikinn við Frakka í kvennaknattspyrnunni.  Hvað hún ætlaði að gera við typpisdómarann eftir að hún var orðin nakin í búningsklefanum fylgdi ekki fréttinni.

Ekki er langt síðan engum datt í hug að taka typpislausa einstaklinga, sem spiluðu knattspyrnu, alvarlega og litu svo á að enginn, sem væri án typpis, ætti að koma nálægt knattspyrnu og allra síst að keppa í þeirri íþrótt.  Knattspyrnukonur hafa lagt á sig mikla vinnu og erfiði til að öðlast viðurkenningu sem fullgildir þátttakendur í íþróttinni og eru þær núna að uppskera afrakstur erfiðisins með þátttöku í Evrópumótinu.

Ekki er heldur langt síðan kvenfólk fór að dæma leiki í knattspyrnu og hafa því auðvitað miklu minni reynslu en karlarnir í því starfi.  Dómarar gera alls kyns mistök í knattspyrnuleikjum, sérstaklega framan af ferli sínum, en með tímanum ná þeir betri tökum á leiknum, alveg eins og það tekur langan tíma að verða góður knattspyrnumaður.

Ef knattspyrnukonur eru þurfandi fyrir typpi í búningsklefanum, þarf það þá endilega að vera dómaratyppi?

 


mbl.is EM: Ég vil dómara með typpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mundir þú skrifa einhvern tíma eitthvað ámóta (lítillækkandi) um kynbræður þína?

Kári (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 09:44

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Það er alveg rétt hjá þér, að dómarar gera allskins mistök,  hvort sem þeir eru með eða án typpis. En þessi rússnenski dómari lét öll mistökin sín (sem voru ansi mörg) bitna á litla Íslandi. Hver svo sem ástæðan var fyrir því fæst sennilega aldrei upplýst.

Hjörtur Herbertsson, 26.8.2009 kl. 09:46

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kári, þú þarft að lesa færsluna aftur, ef þú heldur að það sé verið að lítillækka einhvern með henni.  Það er svona á grínaktugan hátt verið að benda á, að það komi kannski úr hörðustu átt, að knattspyrnukona, sem hefur þurft að berjast lengi við mótlætið sem kvennaknattspyrnan átti við að stríða, sé að mótmæla því að kvenmaður sé að dæma knattspyrnuleik.

Einnig var bent á að karlar í dómarastétt gera mistök í dómgæslunni, alveg eins og konur, því enginn verður óbarinn biskup.

Hinsvegar er það auðvitað staðreynd, að sú rússneska stóð sig alls ekki vel í leiknum.

Axel Jóhann Axelsson, 26.8.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband