24.8.2009 | 13:31
Þverrandi virðing fyrir lögum
Virðingarleysi fyrir lögum og reglu fer stöðugt vaxandi í þjóðfélaginu, sem endurspeglast t.d. í vitleysisgangi Saving Iceland, hústökum, skemmdarverkum á fasteignum og bílum, íkveikjum og nú síðast með sprengjuhótun í Borgarholtsskóla.
Hafi þessi sprengihótun átt að vera eitthvert grín í tilefni skólabyrjunar, þá endurspeglar það ákaflega lélegan húmor, ef ekki skort á skynsemi, ef viðkomandi hefur ekki gert sér grein fyrir því, hvaða afleiðingar svona hótanir hafa í för með sér.
Sé þetta ekki eingöngu hótun, heldur sé þarna um raunverulega sprengju að ræða, sem einhverjir pörupiltar hafa verið að fikta við að búa til, þá er skynsemisskorturinn kominn á miklu alvarlegra stig og í hvoru tilfellinu sem er, verður að taka hart á svona uppátækjum.
Almenningur verður að fara að hætta að réttlæta aðgerðir af þessum toga og fara í staðinn að mótmæla öllu svona athæfi.
Allt grefur þetta undan virðingu fyrir réttarríkinu.
Borgarholtsskóli rýmdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:45 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála! Maður sér oftar og oftar á þessu landi að fólk er fífl!!!
Sigrún (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 13:43
Það er fyrir löngu búið að grafa undan virðingu fyrir lögum og reglum og almennu velsæmi. En það hafa aðrir og valdameiri aðilar gert en þú ert að gagnrýna.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.8.2009 kl. 13:44
Alveg er ég sammála þér um þetta, Sigurður, en eftir sem áður verður að berjast gegn þessu almenna virðingarleysi fyrir lögum og eignum annarra, sem nú fer stigvaxandi í þjóðfélaginu.
Ástandið verður ekki betra með almennri upplausn í samfélaginu.
Axel Jóhann Axelsson, 24.8.2009 kl. 13:48
Persónulega vonast ég eftir alvöru byltingu en ekki þessu hálfkáki sem búsáhaldabyltingin var, að við segjum skilið við svikamyllu-fjármálkerfið sem jarðarbúar eru arðrændir með og á nú að lappa upp á eina ferðina enn á kostnað almennings. Píramýdasvindl eigum við ekki að beygja okkur undir, þetta eru ekki tímarnir til að vera undirgefin og þæg í pollýönnuleikjum.
Georg P Sveinbjörnsson, 24.8.2009 kl. 14:03
Já einmitt, hvað er annars "alvöru bylting" í þinni bók? Svona eins og gerðist í Frakklandi? Eigum við kannski bara að draga fram vopnin og fallaxirnar?
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 14:10
Vona að hún þyrfti ekki að verða blóðug, það verður samt að teljast ólíklegt að heimselítan siðblinda myndi gefa völd sín eftir án mótþróa, hún hefur ekki skirrst við að stofna til styrjalda hingað til ef þarf til að róta upp ryki og beina athyglinni frá glæpum sínum gegn mannkyni.
Það er síðan auðvitað alltaf spurning hvort er betra að vera þræll áfram eða rísa gegn ofríki húsbóndans...getur kostað lífið að vera með múður og beygja sig ekki áfram undir arðrán...en þá má líka spyrja á móti hversu mikils virði líf sem þræll er, fyrir þá sem ekki hræðast dauðann er svarið auðvelt, en málin flækjast vissulega þegar maður á fjölskyldu sem maður vill ekki stofna í hættu þó að frelsisþráin og réttlætiskenndin sé sterk.
Georg P Sveinbjörnsson, 24.8.2009 kl. 14:26
Ég er sammála Georg P. og Sigurði Þ.
Vona að fólk hætti að láta stjórna sér eins og brosandi sauðum á leið í sláturhúsið jarmandi...' þetta verður allt í lagi, .......'RIGHT,
Það er siðrof í þjóðfélaginu sem orsakast vegna þess að fólki finnst það svikið af þeim sem eiga að passa uppá okkur. Fólki líður eins og lítið barn sem hefur verið svikið af foreldrum sínum.
Þegar þetta fégráðuga pakk er farið frá völdum verður þjóðfélagið vonandi sanngjarnara á eftir.
Ákveðinn partur þjóðarinnar er búin að nýðast á og notfæra sér "okkur hin" sem treystum þeim of lengi.
Núna er tíminn kominn þar sem "við hin" ERUM KOMIN MEÐ NÓG og við eigum að standa upp og koma þessu eiginhagsmuna liði öllu frá til frambúðar!
Góð byrjun væri að hætta að borga í svikamilluvefinn og skoppa út á götur og gefa þessu egóistaliði fingurinn og hnefann.
(Hættum að borga skuldirnar og takið hverja krónu út úr bankanum hver mánaðarmót)
Ekki gera ekki neitt!! því þá fyrst sitjum við í súpunni.
Dís
Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 14:44
Einhvern vegin hef ég á tilfinningunni að þetta sé þjóðfélagið í hnotskurn núna. Og eitthvað annað en bara prakkarastrik standi að baki.
Ofan á öll vandamál í þjóðfélaginu, hópast unglingar sem hafa þegar upplifað höfnun í atvinnulífinu aftur inn í skólakerfið. Skólakerfi sem er að spara, og þeir sem ekki greiddu skólagjöldin fyrir nokkrum vikum, eða voru ekki með topp einkunnir, eða voru ekki að koma beint úr grunnskóla. Áttu kanski bara aldrei sjéns. Þar með upplifa þessir krakkar enn meiri höfnun, og nú frá kerfinu.
Þvílíkt skíta kerfi að geta ekki aðlagað sig betur að æsku okkar, okkar framtíðar auðlindum, þrátt fyrir niðurskurð. Svei þeim, annað eins var nú gert fyrir útrásar pakkið. Það væri fróðlegt að fá tölur fram hve mörgum unglingum var snúið frá skólakerfinu í haust, hversu margir þeirra fara á atvinnuleysisbætur, eða þurfa jafnvel að finna svarta vinnu til að hafa eitthvað við að vera.
Það heirist ansi lítið frá félagshyggju ríkisstjórninni núna. Hún er ekki að leysa vandamál heimilanna svo mikið er víst, því þetta er eitt þeirra.
Stórefla skólana strax, nýta eitthvað af því auða húsnæði sem til er og því atvinnulausa fólki sem er á bótum hvort eð er.
Ef við ekki hlúum að framtíðarauðæfum okkar núna(unga fólkinu), þá er alveg víst að það fer eitthvað annað. Eða í versta falli endar hér sem ógæfu fólk á villigötum, og framtíðarkostnaður á félagsmálapakkanum.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 15:55
Það er rétt hjá Sigurði að vissir aðilar hafa grafið undan virðingu fyrir lögum og reglum og almennu velsæmi. En það lagar ekki ástandið að menn hagi sér eins og bandítar.
Mér finnst eins og undanfarin ár hafi menn gleymt sér i græðgisþjóðfélaginu og siðferði farið hnigngandi. Þyrfti að vinna að því að breyta þessu. Heimili og skólar að taka sig saman í því að efla vitund almennings fyrir verðmætum og virðingu fyrir náunganum.
Því er ég sammála þér er þú segir að Ástandið verður ekki betra með almennri upplausn í samfélaginu.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 20:12
Vil taka það fram að ég vona eftir stórkostlegri hugarfarsbreytingu um allan heim og að gengið verði á hólm við mergsugu-kapítalistmann og gefið upp á nýtt með sanngirni fyrir alla að leiðarljósi en ekki bara fáa. Hefði lítið upp á sig ef aðeins íslendingar vörpuðu arðráns-okinu af sér, gæti þó samt hvatt almenning í öðrum löndum til dáða til að gera hið sama og ekki síður að leysa upp gullgæsina hergagnaiðnaðinn sem er annað krabbamein sem þarf að hreinsa burt og koma í skymsamlegt stand, slíkur iðnaður má ekki vera gróðavegur, svo mikið kennir sagan okkur og staðan sem mannkyn er búið að láta stýra sér á síðustu öldum af trúgirni sem og hræðslu sem stöðugt er spilað inn á af hagsmunaaðilum. Fátt virkar betur á fjöldann en óttaprangið.
"The issue which has swept down the centuries
and which will have to be fought sooner or later
is the people versus the banks." ~John Emerich Edward Dalberg Acton] (1834-1902), First Baron Acton of Aldenham~
Georg P Sveinbjörnsson, 24.8.2009 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.