Enga ábyrgð íslensks almennings

Nú er talað um að erlendir aðilar yfirtaki Kaupþing og Íslandsbanka, sem verði eftir sem áður íslenskir bankar, með íslenskar kennitölur.  Alls ekki er óhugsandi, að annarhvor bankinn, eða báðir, stofni seinna meir útibú í öðrum löndum og útvíkki þannig starfsemi sína, enda innanlandsmarkaður afar takmarkaður, fyrir stórhuga menn.

Með því að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans, verður sett það fordæmi, að íslenskur almenningur verði um alla framtíð ábyrgur fyrir viðskiptum íslenskra einkabanka í útlöndum.  Verði ábyrgðin samþykkt nú, hvernig á að afneita sambærilegri ábyrgð í næsta bankahruni, sem vafalaust verður einhverntíma í framtíðinni.

Í upphafi skyldi endirinn skoða, segir máltækið.  Alþingi er þessa dagana að setja fordæmi til framtíðar og skyldu Alþingismenn hugsa sinn gang vel, áður en þeir greiða atkvæði með þessum þrælalögum.

Almenningur á Íslandi er ekki og á ekki að vera í ábyrgð fyrir einkabankastarfsemi í Evrópu, eða annarsstaðar í heiminum.


mbl.is Ríkisábyrgðin falli niður 2024
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það stenst heldur ekki lög að láta ríkissjóð standa undir ríkisábyrgð vegna IceSave, því eina leiðin til að fjármagna slíka ábyrgð er með skattheimtu, en stjórnarskráin leyfir hinsvegar eingöngu skattheimtu hafi verið lagaheimild fyrir henni þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu. Þegar greiðsluskylda innstæðutryggingasjóðs (sem er sjálfseignarstofnun án ríkisábyrgðar) myndaðist vegna IceSave, þá var slík lagaheimild ekki fyrir hendi og hana er ekki hægt að setja á afturvirkt öðru vísi en að brjóta stjórnarskránna.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband