Steingrímur að leiða athyglina frá aðalatriðinu

Sjálfsagt og eðlilegt er, að lögsækja alla, sem hugsanlega hafa brotið lög í sambandi við banka- og útrásarhrunið og eins sjálfsagt er, að sækja skaðabætur til þeirra allra, ef mögulegt er.  Þetta er svo sjálfsagt og eðlilegt að varla hefur hvarflað að nokkrum, að slík málaferli væru ekki í undirbúningi.  Voru ekki einmitt Rannsóknarnefnd Alþingis og embætti sérstaks saksóknara sett á fót í þessum tilgangi.

Nú fer fram lokaumræða um ríkisábyrgð á Icesave skuldir Landsbankans og virðist Steingrímur J. eingöngu vera að leiða athyglina frá þeim drápsklyfjum, sem hann er að berjast fyrir að koma á þjóðina, með þrælasamningunum við Breta og Hollendinga.

Steingrímur veit sem er, að samþykki Alþingi ríkisábyrgðina, munu Bretar og Hollendingar ekki taka nokkurt mark á þeim, enda er óleyfilegt að gera breytingar á samningnum, nema með samþykki beggja aðila.  Því má Alþingi alls ekki samþykkja ríkisábyrgðina, nema fá skriflegt samþykki Breta og Hollendinga fyrirfram.

Um þetta er nánar fjallað í þessu bloggi hérna


mbl.is Ríkið í mál vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Íslendingar eru ofdekruð þjóð sem mótmælir með því að stofna til facebook mótmæla, safna undirskriftlistum, nöldra á kaffistofum um hvað ástandið sé svo lélegt og óréttlátt en hvað gerir það ? jú fær sér meira kaffi og nöldrar meira... er fólk og upptekið að stofna mótmælalista á facebook ? Það er búið að brjóta niður sjálfstraust íslendinga og við erum lifandi afturgöngur og það er hlegið að okkur erlendis. Fólk er tilbúið að skella sér á allskonar uppákomur, sem dæmi mættu 30.000 manns á Fiskidaginn á dalvík, 30.000 manns ! og það mættu hvorki meira né minna en 80.000 manns á Gay Pride og þetta getur fólk mætt á en þegar það er verið að biðja fólk um að mæta til að mótmæla þá mæta nokkur hundruð hræður, t.d. mættu tæplega 3.000 mættu á samstöðufund vegna IceSave ... eru íslendingar með öll ljós kveikt og engan heima ? Um helgina er menningarnótt og má búast við 80.000 - 100.000 manns á þá menningarnótt, það er alveg kjörið að láta þetta verða stærstu mótmæli íslandssögunar og gera uppreisn "Power To The People" Ég vill fara að sjá 100.000 manns marsera að alþingi, bönkum og öðrum lánafyrirtækjum og bera þetta lið út með valdi eða gefa því viku til að hypja sig og kalla svo eftir aðstoð frá Interpol því hérna er verið að arðræna landið með aðstoð skilanefnda sem sendir almenningi reikninginn og íslendingar geta bókað það að það er búið að afskrifa milljarða tugi útrásarvíkinga og enginn veit af því vegna þess að hér er jú bankaleynd ...

http://simnet.is/freebsd/facebook1.jpg

Sævar Einarsson, 21.8.2009 kl. 14:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki má gera of lítið úr mótmælunum um síðustu helgi, þar sem mættu 3000 manns.  Þau vöktu athygli á málstaðnum erlendis, t.d. var um það rætt í hollensku blaði, að þetta hefði jafngilt því að 150.000 Hollendingar hefðu safnast saman til að mótmæla.

Þannig má segja að þetta hafi verið nokkuð góður mótmælafundur, miðað við hina frægu höfðatölu.

Axel Jóhann Axelsson, 21.8.2009 kl. 14:46

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Og ef ekki væri verið að vinna í þessu nafni, þá værir þú að blogga um það, að ekkert væri gert, dæmigerður Steingrímur, Jóhönnu líkt og þannig.

Sumir sjá dauðann og djöfulinn í öllu hvernig sem það snýr.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.8.2009 kl. 14:46

4 Smámynd: Sævar Einarsson

jújú mikið rétt, en þess ber að geta að það búa rúmlega 6 milljónir ... og við eigum ekki að berja á potta og pönnur þegar við erum barinn til hlýðni til að borga skuldir annarra, við erum jú komin af víkingum, það þarf að láta hart mæta hörðu. Ég hefði viljað sjá 15 - 20.000 manns á þessum mótmælum og gerðan aðsúg á alþingi, nóg komið af tali, þrasi, nöldri og tuði, núna þarf að fara að sverfa til stáls.

Sævar Einarsson, 21.8.2009 kl. 14:57

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú ættir að taka Gandi og Nelson Mandela þér til fyrirmyndar og afneita öllu ofbeldi.  Það er hægt að mótmæla, án þess að eyðileggja verðmæti og misþyrma fólki.

Axel Jóhann Axelsson, 21.8.2009 kl. 15:28

6 identicon

Það þarf bara að fara á alþingi og reka þetta lið út.

Geir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 17:34

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Axel, andlegt ofbeldi er margfalt verra en líkamlegt ofbeldi og við erum beitt gríðarlegu andlegu ofbeldi sem verður að ljúka og það strax en ég er ekki að mæla með líkamlegu ofbeldi.

Sævar Einarsson, 22.8.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband