Fyrirvarar þurfa skriflegt samþykki Breta og Hollendinga

Stjórnarflokkarnir halda þeirri blekkingu að almenningi, að fyrirvarar sem Alþingi hyggst samþykkja vegja ríkisábyrgðar á Icesave skuldum Landsbankans, "rúmist innan samningsins" og því þurfi ekkert að hafa áhyggjur af því hvað Bretar og Hollendingar hafi um málið að segja. 

Ef fyrirvararnir "rúmast innan samningsins" hafa þeir auðvitað ekkert gildi, en hafi þeir breytingar í för með sér, má Alþingi alls ekki samþykkja ríkisábyrgðina, án þess að fá fyrst skriflegt samþykki Breta og Hollendinga fyrir þeim breytingum.  Slík samþykkt Alþingis væri algert glapræði, því 13. grein samningsins fjallar um allar breytingar og er fyrsti málsliður greinarinnar alveg skýr, hvað þetta varðar, en hann hljóðar svona:

"ALLUR SAMNINGURINN, BREYTINGAR

13.1    Breytingar
13.1.1    Aðeins er heimilt að gera breytingar á samningi þessum, bæta við hann eða falla frá honum með skriflegu samkomulagi milli samningsaðila."

Ástæða er til að minna fjármálaráðherrann Steingrím J. Sigfússon, á það sem stjórnarandstæðingurinn Steingrímur J. Sigfússon, skrifaði í Morgunblaðsgrein í janúar s.l., en þar sagði hann m.a:  "Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki tryggingasjóðurinn hins vegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið:  Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa gegn."

Stjórnarandstæðingurinn, Steingrímur J., taldi í janúar að fyrrverandi ríkisstjórn hefði ekki dug í sér til að standa gegn þvingunarskilmálunum.

Ráðherrann, Steingrímur J., hefur nú tækifæri til að bæta úr því.

 

 


mbl.is Lýsti andstöðu í bréfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband