Ríkið á alls ekki að kaupa

Ríkissjóður Íslands er algerlega galtómur um þessar mundir og blóðugur niðurskurður stendur fyrir dyrum í rekstri ríkisins, þar á meðal í heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfum.  Á sama tíma þarf ríkið að endurfjármagna bankana til þess að koma starfsemi þeirra í eðlilegt horf, til þess að þeir geti svo eftir það lagt sitt á vogarskálar endurreisnar atvinnulífsins.

Bankarnir eru að fá í fangið öll stærstu fyrirtæki landsins og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun.  Erlend lánafyrirgreiðsla til landsins og íslenskra fyrirtækja er ekki inni í myndinni til langrar framtíðar, þannig að öll endurreisn og atvinnuuppbygging mun reynast miklu erfiðari en annars væri.

Á sama tíma og verið er að glíma við þessi vandamál, leyfa menn sér þann munað, að ræða ríkisvæðingu minnihluta eignar í HS orku, en fyrirtækið er nú þegar í meirihlutaeign einkaaðila.  Það er ekki bara tímaskekkja, að ræða þessa ríkisvæðingu nú, heldur hreint glapræði, því frekar ætti að fagna hverjum dollar, sem erlendir einkaaðilar eru tilbúnir að fjárfesta hérlendis. 

Ef erlendi aðilinn stenst áreiðanleikapróf á ekki að slá hendi á móti erlendri fjárfestingu hérlendis um þessar mundir.

Hvað skyldi annars Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn segja um þessar ríkisvæðingarhugmyndir?


mbl.is Eignist hlut OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þú kynnt þér hvernig farið hefur fyrir þeim sem hafa einkavætt vatn og/eða rafmagn?

Þuríður (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 10:15

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það hefur gengi upp og ofan, eins og með annan rekstur.  Veldur hver á heldur.  Í þessu tilfelli er þegar búið að einkavæða HS orku, því meirihlutinn er í eigu einkaaðila.  Hver er bættari með því að ríkið verði minnihlutaeigandi?

Axel Jóhann Axelsson, 21.8.2009 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband