13.8.2009 | 14:59
Niðurlæging Samfylkingarinnar, Steingríms J., Indriða og Svavars
Loksins hefur tekist að koma einhverju viti fyrir Samfylkinguna og þann hluta VG, sem styður Steingrím J., vegna hins skelfilega samnings, sem Svavar Gestsson og Indriði G. Þorláksson gerðu við Breta og Hollendinga í umboði og þökk ríkisstjórnarinnar.
Bretar og Hollendingar voru búnir að setja þvílíkan skuldaklafa á íslensku þjóðina inn í nauðasamninginn, að varla nokkrir aðrir en Samfylkingarmenn, sem allt vilja gera til að komast inn í ESB, og Steingrímur J. og örfáir stuðningsmenn hans, hafa getað sætt sig við afarkostina. Íslenska samninganefndin taldi sig ekki þurfa nokkra sérfræðiaðstoð við samningagerðina, enda varð samningurinn einhliða uppgjöf fyrir skilyrðum stríðsherra Breta og Hollendinga.
Nú er hins vegar sett á fót nefnd fimm lögfræðinga, til þess að semja skilyrði við ríkisábyrgðina, sem á að vera þannig orðuð, að í raun sé verið að hafna samningi Svavars og félaga, án þess að segja það alveg berum orðum.
Niðurlæging Steingríms J., Samfylkingarinnar og samninganefndarinnar getur varla orðið meiri.
Fundur í fjárlaganefnd klukkan 15 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þett er nú merkilegur málflutningur!
Fyrst er skammast yfir að menn vilji ekki hlusta. Samning á að keyra í gegn með hótunum og ofbeldi. Þegar kjörnir fulltrúar hafa leggið yfir málinu í níu vikur með alla helstu sérfræðinga í málinu og eru að finna lausn fyrir land og þjóð þá kallarðu það niðurlægingu. Til hvers helstu að menn væru að fara yfir málið? Til hvers heldurðu eiginlega að fjárlaganefnd sé að funda um málið?
Annað hvort eru með með ofbeldi og yfirgang eða aular. Það er vandlifað í þessum heimi.
Það er varhugavert þegar pólitíksir hagsmunir og blinda villa manni leið. Það kann að vera að stjórnmálamenn séu ekki að standa sig en útskýring þín er í besta lagi hlægileg.
Ragnar Már (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 15:12
Ragnar, það er gott að þú hefur húmorinn í lagi.
Af hverju skyldu kjörnir fulltrúar hafa legið yfir málinu í níu vikur, með alla helstu sérfræðinga í málinu, til að finna farsæla lausn? Skyldi það ekki vera vegna þess, að samningurinn, eins og hann lá fyrir, var algerlega óaðgengilegur fyrir Íslendinga? Hefði ekki berið betra að hafa alla þessa sérfræðinga og jafnvel fleiri, við sjálft samningaborðið á móti Bretum og Hollendingum?
Samninginn átti að keyra í gegnum Alþingi, án þess að þingmenn fengju fengju textann í hendurnar, þeir áttu upphaflega að samþykkja málið óséð. Það þurfti að byrja á því, að pína samninginn út úr ríkisstjórninni og í framhaldinu alls kyns fylgiskjöl og leynipappíra, sem aldrei áttu að koma fyrir sjónir þingmanna, hvað þá almennings.
Allan tímann frá undirritun, hafa Svavar, Indriði, Steingrímur J., Jóhanna og Össur, hamrað á því að þetta sé mjög góður samningur fyrir Íslendinga og ekkert mál fyrir þjóðina að standa undir kostnaðinum af honum.
Er það þá ekki niðurlægjandi fyrir þau, að nú skuli nefnd fimm lögfræðinga sitja við að semja texta, sem í raun má líta á sem höfnun á samningnum, en þó með kurteisara orðalagi, en bara orðinu NEI?
Axel Jóhann Axelsson, 13.8.2009 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.