Stýrivextir hafa kannski áhrif og kannski ekki segir peningastefnunefnd

Helsta yfirlýsta markmið ríkisstjórnarinnar og seðlabankans, og til þess var skipt um seðlabankastjóra, var að styrkja gengi krónunnar og lækka verðbólguna.  Nú segir seðlabankastjórinn, að ekki sé hægt að lækka stýrivexti, vegna þess hve veik krónan sé og að ennþá sé verðbólgan of mikil og hafi í raun farið hækkandi síðustu þrjá mánuði.

Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar er farið yfir forsendur vaxtaákvörðunarinnar og þar segir m.a:  "Engin skýr merki eru um að lækkun stýrivaxta fyrr á þessu ári eigi umtalsverðan þátt í því að farið sé í kringum höftin, að innstæður á gjaldeyrisreikningum hafi aukist, eða að hún skýri almennt lágt gengi krónunnar. Þó er ekki heldur hægt að útiloka slík tengsl."

Peningastefnunefnd veit sem sagt ekki hvort vaxtalækkun hefur nokkur einustu áhrif á gengi krónunnar, þrátt fyrir höftin, en samt eru aðalrökin fyrir því að lækka vextina ekki þau, að gengið sé ennþá lágt, en hafi að vísu staðið í stað frá síðustu stýrivaxtaákvörðun.

Þetta geta varla talist traustvekjandi skýringar að hálfu seðlabanka, sem vill láta taka sig alvarlega.


mbl.is Gengi krónunnar skýrir vaxtaákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband