12.8.2009 | 16:16
Af hverju var niðurstaðan ekki skynsamleg fyrir Íslendinga?
Jóhanna og Steingrímur J., með einstaka gjammi frá Össuri, hafa dásamað samninginn um Icesave skuldir Landsbankans, sagt að ekki væri hægt að fá betri samning og enginn vandi yrði fyrir þjóðina, að axla skuldbindinguna, vandinn væri ekki meiri en svo, að hækka þyrfti tekjuskatta einstaklinga um aðeins 20%. Velferðarstjórninni finnst það ekki mikil skattahækkun, þó greiðendur skattanna séu ekki alveg á sama máli.
Í dag kom Lee Buchheit, bandarískur sérfræðingur í skuldaskilum ríkissjóða, fyrir Fjárlaganefnd Alþingis og samkvæmt fréttinni sagði hann m.a: "Menn þurfi að fallast á að skuldin verði greidd þegar allar staðreyndir málsins liggi fyrir. Þannig sé hugsanlegt að loka málinu um tíma þangað til eignir Landsbankans hafa verið gerðar upp og menn viti hvað þeir geti greitt." Okkar menn hafa alltaf sagt, að sama hver upphæðin yrði, við myndum bara borga og brosa.
Áður hafði Buchheit reyndar sagt, að skynsamt fólk ætti að geta komist að skynsamlegri niðurstöðu.
Hvers vegna skyldu íslensku samningamennirnir og ríkisstjórnin ekki hafa komist að þannig niðurstöðu í málinu?
Því verður hver að svara fyrir sig.
Skynsamlegt að semja að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þar dugar líkast til að athuga samsetningu samninganefndarinnar.
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 12.8.2009 kl. 16:28
Taugaveiklun og buslugangur stjórnarliða er með ólíkindum í þessu máli. Það að stjórnin geti sprungið vegna Icesave er algjört aukaatriði í þessu grafalvarlega máli. Þetta sýnir enn og einu sinni hversu vanhæfa stjórnmálamenn við íslendingar eigum.
Guðmundur Pétursson, 12.8.2009 kl. 16:28
það segirðu satt Guðmundur, þeir eru vanhæfir en við kjósum þá aftur og aftur,
Og þeir treista því að við séum vanhæfari, ekki satt og stöndum aldrei saman :)
SH (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 16:41
"Menn þurfi að fallast á að skuldin verði greidd þegar allar staðreyndir málsins liggi fyrir. Þannig sé hugsanlegt að loka málinu um tíma þangað til eignir Landsbankans hafa verið gerðar upp og menn viti hvað þeir geti greitt."
Þetta er reyndar varnagli sem samningurinn inniheldur þó ekki orðaður svona heldur sem möguleiki á endurmati samningsins sem hefur verið kallað endurupptökuákvæðið og lítið hefur verið gefið fyrir hingað til þar sem það er talið of óljóst. Ástæðan fyrir því að það er óljóst er að opna fyrir pólitískri túlkun á þessu ákvæði. Mér finnst þetta nokkuð augljóst og þó samningurinn sé gerður allur hinn greinilegasti með tilliti til greiðsluskilmála þá verður svo að vera til að friða skattborgara breta og hollendinga því á líðandi stund eru þeir fullir heiftar í garð íslendinga og verða að sjá að málið sé ekki tekið neinum vettlingartökum. Mér finnst málið í heild sinni pólitískt. Þröng lagatúlkun á samningi sem aldrei mun koma fyrir nokkurn dómstól í vonandi langri sögu mannkynsins er bara til að drepa málinu á dreif. Slappiði af.
Gísli Ingvarsson, 12.8.2009 kl. 16:48
Gísli, þegar tveir deila, verður að fara einhvern milliveg. Við eigum ekki að hafa áhyggjur af því að skattgreiðendur í Bretlandi og Hollandi séu fullir heiftar í garð Íslendinga. Íslenskir skattgreiðendur eru aldeilis ekki sáttir við að vera píndir til þess að greiða þessar skuldir Landsbankans, sem engin ríkisábyrgð er á.
Svavar Gestsson sagði það sjálfur í Mogganum, að Íslendingar væru í stöðu Krists í þessu máli, þ.e. að þeir væru látnir taka á sig syndir ESB, vegna gallaðs regluverks um innistæðutryggingasjóðina.
Málið fer aldrei fyrir neinn dómstól, segir þú. Hvers vegna er það útilokað? Jú, vegna þess að Bretar og Hollendingar vilja það ekki fyrir nokkurn mun. Þess vegna erum við píndir til að borga.
Axel Jóhann Axelsson, 12.8.2009 kl. 16:59
Sá varnagli er bundinn geðþótta ákvörðun mótaðila í þessum samningi, Breta og Hollendinga. Þetta er fáranlegur samningur og samninganefndin og þeir stjórnarliðar sem eru að reyna að verja hann eru meiri gungur en sjálfur Hillmar gunga Haarde. Steingrímur greyið er farinn á taugum og Össur hegðar sér eins og portkona af ódyrari gerðinni. Ögmundur er kletturinn í drullupytt stjórnarliða í þessu máli.
Guðmundur Pétursson, 12.8.2009 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.