Tilraunalagasetning

Við myndun ríkisstjórnarinnar setti hún sér verkefnalista, sem átti að framkvæma á fyrstu hundrað starfsdögum hennar.  Síðan hefur reglulega verið gefnar út yfirlýsingar um hvað mörg mál hafi verið afgreidd og hve mörg séu eftir.

Samkvæmt féttinni af kerfisbreytingu skattalaga, sem samþykkt var fyrr í sumar og Pétur Blöndal kallar tilraunalagasetningu, þarf nú að breyta og laga þessi lög, eins og sjá má hérna

Það er ekki nóg, að setja sér fyrir ákveðin verkefni og vinna þau svo illa, eins og í þessu tilfelli, þar sem hjólbörðum og skyldum vörum er ruglað saman við sælgæti og hjúpaður lakkrís og slíkar vörur gleymast, þegar hækka á gjöld á öðrum tegundum af lakkrís.

Nær væri, að gefa sér betri tíma til að vinna verkin, en gorta sig minna af fjölda þeirra.


mbl.is Kerfisbreyting á 15 mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband