Nú er skýringa þörf

Ef Victor I. Tatarintsev, sendiherra Rússa, er að segja satt og rétt frá "Rússaláninu", sem engin ástæða er til að efast um, verður að krefjast skýringa á málinu frá íslenskum stjórnvöldum.  Davíð Oddson, fyrrverandi seðlabankastjóri, skýrði frá því 7. október í fyrra, að Rússar væru tilbúnir til þess að lána Íslendingum þessar fjórar milljónir Evra, en síðan var málinu snúið á þann veg, að hann hefði hlaupið á sig með tilkynningunni og að ekki væri annað en könnunarviðræður í gangi við Rússana.

Allir vita, að Davíð Oddson og forysta Sjálfstæðisflokksins var andsnúin því, að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, en Samfylkingin barðist hins vegar með oddi og egg fyrir þeirri leið.  Nú verða ráðherrar ríkisstjórnar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar, og þau sjálf, að sjálfsögðu, að útskýra þetta mál, eins og svo mörg önnur mál frá haustinu, sem ennþá eru sveipuð huliðshjúp.

Fullyrðing sendiherrans um að sótt hafi verið um lánið og það síðan afþakkað, þrátt fyrir að Rússar hafi verið tilbúnir til að lána, er svo grafalvarleg, að hún krefst tafarlausrar rannsóknar og útskýringar.

Þarna gæti hafa verið um þvílík mistök að ræða, að þau hafi stórskaðað málstað Íslendinga í öllum samskiptum við Breta, Hollendinga, norðulöndin, ESB, Noreg og fleiri þjóðir.  Staða Íslendinga í samningaviðræðum við aðrar þjóðir um lánamál væru örugglega í öðrum og betri farvegi nú, ef þetta lán hefði fengist á sínum tíma.

Var verið að slá á puttana á Davíð Oddssyni, eingöngu til að sverta trúverðugleika hans og Seðlabankans, í baráttunni við að losna við hann úr bankanum?

Upplýsa málið núna.  STRAX.


mbl.is „Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband