Betri skilningur en hjá ríkisstjórninni

Gífurlega mikilvægur stuðningur við Íslendinga í deilunni um ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans, berst nú úr óvæntri og vel þeginni átt, þ.e. frá hinu virta breska viðskiptablaði Financial Times.  Blaðið segir að Bretar og Hollendingar eigi að taka á sig aukinn hluta þeirra byrða sem uppgjafaskilmálarnir gera ráð fyrir að falli á Íslendinga, annars verði hætta á langvarandi stöðnun í íslensku efnahagslífi.

Merkilegur samanburður kemur fram í blaðinu, en þar segir:  "„Þeir 3,3 milljarðar punda, sem stjórnvöld í Reykjavík féllust á að ábyrgjast, eru lág upphæð í augum flestra þjóða en hún svarar til yfir 10 þúsund punda (2,1 milljón króna) á hvern íbúa í þessu landi út við heimskautsbaug. Hin efnahagslega byrði - um það bil helmingur af árlegri landsframleiðslu - vegna bóta til erlendra sparifjáreigenda, er svipuð og kostnaður breska ríkisins vegna samdráttarins í Bretlandi sem þó er minni en á Íslandi," segir Financial Times."

Íslenska ríkisstjórnin, með Jóhönnu og Steingrím J. í fararbroddi, hafa reynt að sannfæra þjóðina um að Íslendingar réðu vel við að greiða þessar stríðsskaðabætur, en meira að segja Breskir blaðamenn sjá, hvers konar áþján er verið að leggja á þjóðina, með þessum afarkostum.

Blaðið segir réttilega, að íslenskar eftirlitsstofnanir hafi sofið á verðinum, en segir jafnframt:  "En ensk og hollensk stjórnvöld hefðu getað séð í hendi sér, að háir vextir Icesave-reikninganna hefðu ekki verið öruggari en geta Íslendinga til að ábyrgjast innlánin." 

Það er nokkuð hart að íslensk stjórnvöld berjist með kjafti og klóm, fyrir málstað Breta og Hollendinga, en þeirra eigin viðskiptablöð taki upp hanskann fyrir íslensku þjóðina.


mbl.is FT segir að jafna eigi Icesave-byrðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það að furða að þeir taki upp hanskan, Íslenska þjóðin röflar á mbl .is

Hélstu kanski að það blað væri útbreitt í evrópu, ekki hef ég séð ykkur niður við austurvöllin , þar eru bara nokrir hasshausar og aumingjar sem aldrei hafa í kalt vatn komið, hvernig væri nú að stiðja þessa erlendu vini okkar, þáverandi fjandmenn og brulla sér út,afsakaðu orðbragðið en ég er alveg að fá nóg og fer að fera út,

ætlið þið að halda áfram að blogga eða sína samstöðu lol það verður aldrei íslendingar eru heimsk þjóð lifir á gamalli frægð og ég er einn að þeim :)

SH (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 11:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Með blogginu er verið að sýna samstöðu.  Orð eru til alls fyrst.

Axel Jóhann Axelsson, 12.8.2009 kl. 11:56

3 identicon

Orð eru til alls fyrst satt er það en eigum við að kjafta þetta í hel,

Eftir að hafa talað í 12 mánuði er ekki tími til að hætta að tala og fara að gera einhvað, þið verðið að atuga það að árið er að verða búið hvað er lengi hægt að tala þegar fólk er farið að svelta,,,,,,,Á ÍSLANDI

HEF EKKI ÁTT FYRIR MAT Í 12 DAGA, góðan dagin farið að VAKNA

SH (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband