Svavar skildi þetta ekki heldur.

Árni Þór Árnason, þingmaður VG, hefur stundað hausatalningar í þinginu undanfarnar vikur og komist að því að ekki er meirihlutastuðningur við ríkisábyrgð á Icesaveskuldum Landsbankans og því er málinu ekki hleypt út úr nefnd og til afgreiðslu á þinginu.  Jóhanna og Steingrímur J. ætla að gangast undir þennan nauðasamning, hvað sem tautar og raular og leita nú allra leiða, til að búa málið í einhverskonar felubúning, til þess að snúa þeim fjórum VG þingmönnum, sem láta illa að stjórn.

Það blóðuga við þetta allt saman er, að fólk er látið halda, að þetta sé samningur um skuld íslensku þjóðarinnar við Breta og Hollendinga, þegar þetta er samningur milli tryggingasjóða innistæðueigenda í löndunum þrem og á þeim á ekki að vera ríkisábyrgð, samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins.  Reyndar bannar tilskipunin slík ríkisafskipti, vegna þess að ábyrgðir einstakra ríkja á bankainnistæðum, myndu skekkja alla samkeppnisstöðu fjármálastofnana innan ESB.  Af þeim ástæðum mega Bretar og Hollendingar ekki heyra minnst á dómstóla, til þess að skera úr um, hver ber ábyrgð á hverju í þessum efnum.

Árni Þór segir einnig að nágrannaþjóðir Íslendinga geri sér enga grein fyrir því, hve íþyngjandi þessi "samningur" er fyrir komandi kynslóðir á Íslandi.  Það er ekki von, að viðsemjendurnir, hvað þá aðrir, hafi gert sér þetta ljóst, því íslenska samninganefndin, undir forystu Svavars Gestssonar, gerði sér alls ekki heldur nokkra grein fyrir því, um hvað hún var að semja.

Hefði samninganefndin haft einhvern skilning á málinu, hefði hún að minnsta kosti getað reynt að útskýra það fyrir mótherjum sínum við samningaborðið.


mbl.is Gera sér ekki grein fyrir byrðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað koma "vinaþjóðir" okkar málinu við?

Áttu "viðsemjendur" okkar  að gæta hagsmuna okkar.?

.

Agla (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 14:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Agla, spurningarnar eru nokkuð óljósar, því það var hvergi minnst á "vinaþjóðir" okkar hér að ofan, enda eigum við engar nema færeyinga.

Ekki er heldur gefið neins staðar í skyn, að "viðsemjendur" okkar ættu að gæta hagsmuna okkar, heldur er einmitt sagt, að ef íslenska samninganefndin hefði skilið alvöru málsins, þá hefði hún kannski getað útskýrt það fyrir mótherjum sínum við samningaborðið.

Af því hefði greinilega ekki veitt, því varla fer Árni Þór með fleipur, þegar hann segir að nágrannaþjóðirnar geri sér enga grein fyrir alvöru málsins. 

Axel Jóhann Axelsson, 7.8.2009 kl. 15:30

3 identicon

Þakka þér svarið Axel.

Ég skil hvað þú meinar: "ef íslenska samninganefndin hefði skilið alvöru málsins,þá hefði hún kannski. getað  útskýrt það fyrir mótherjum sínum við samningaborðið".

If only pigs could fly!

Kveðja

Agla (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband