5.8.2009 | 16:01
Ráðherrar hvetja til lögbrota
Yfirgengilegar lánveitingar bankanna til tengdra aðila, eins og fram hefur komið nú síðast í Kaupþingslekanum og áður með lekum úr Glitni og Landsbanka, gengur algerlega fram af fólki og sýna í hverskonar óraunveruleikaheimi banka- og útrásarglæframenn lifðu. Þeir héldu því ávallt fram, að "velgengni" þeirra væri svo mikil vegna þess hversu miklir snillingar þeir sjálfir væru. Miðað við "svargreinar" sumra þeirra í fjölmiðlum, eru þeir sömu skoðunar ennþá, það var eingöngu lélegur seðlabanki og ótrúleg óheppni sem varð þeim að falli.
Burtséð frá firringu og spillingu banka- og annarra fjárglæframanna, þá er algerlega óþolandi, að ráðherrar og þingmenn hvetji til lögbrota í "þágu almannahagsmuna", eins og þeir hafa verið að gera síðustu daga. Ef lög um bankaleynd, eða hver önnur lög, eru úreld eða gölluð, ber Alþingi að breyta slíkum lögum, en alls ekki eiga þingmenn og ráðherrar að hvetja fólk til þess að taka einfaldlega lögin í sínar hendur. Almenningur á rétt á að fá allar þær upplýsingar, sem lög leyfa, enda koma þær væntanlega allar fram við réttarhöld, sem örugglega verða vegna þessara mála.
Dómstóll götunnar á ekki að hafa síðasta orðið og sakamál á ekki að reka fyrir honum.
Að forsætisráðherra og reyndar aðrir ráðherrar, hvetji til lögbrota, eða verji þau, er engri þjóð bjóðandi.
Þurfa breyttar reglur um bankaleyndina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Axel:
Ég er algjörlega sammála fyrri málsgreininni, en get ómögulega tekið undir þá seinni!
Ég vona að Bjarni hafi hlaupið á sig, því hinn möguleikinn er svo sorglegur!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.8.2009 kl. 20:54
Persónulega vona ég að fleyri "litlir bankamenn" komi fleyri afhjúpandi gögnum til almennings og ekki á ég von á að siðferðið hafi verið eitthvað betra eða menn jarðbundnari í hinum bönkunum, bankakerfið þarf á ærlegri rasskellingu að halda virðist vera og á að hafa verulega fyrir því að vinna traust heiðvirðs fólks aftur, með auðmýkt og ýtrustu sanngirni gagnvart misvel stöddum landsmönnum eiga þeir smá von um að verða ekki álitnir "skítugir" svo lengi sem þeir lifa.
Það þarf stundum þrýsting frá götunni til að hreyfa við ólögum sem þessum, hér er óvenjumikið í húfi með að allt komist upp á borð og ekkert sé dregið undan, málið snertir afkomu svo margra beint, en auðvitað þarf að vera lágmarksbankaleynd, en hún verður umsvifalaust að víkja þegar spilling og misnotkun er annars vegar, að ég tali ekki um ef þetta reynast ólöglegir gjörningar og þáttakendur þá glæpamenn.
Georg P Sveinbjörnsson, 5.8.2009 kl. 23:04
Guðbjörn, hafðu þakkir fyrir fyrri helming fyrri setningarinnar, en seinni helmingurinn veldur vonbrigðum. Seinni setningin er torræðari. Hvaða möguleiki er svo sorglegur?
Georg, oft þarf þrýsting frá götunni til að fá fram lagabreytingar. Ráðamenn eiga að taka sig til og breyta lögum, sem þeir eru sammála "götunni" um, að séu ófullnægjandi.
Lýðskrum ráðherra, með því að taka undir kröfur um lagabreytingar, eru í besta falli hlægilegar, í versta falli grafa þær undan löghlýðni og þar með meiri upplausn í þjóðfélaginu.
Axel Jóhann Axelsson, 6.8.2009 kl. 08:55
Ps. Svona átti setningin að vera: Lýðskrum ráðherra, með því að taka undir kröfur um lögbrot, eru í besta falli hlægilegar, í versta falli grafa þær undan löghlýðni og valda þar með meiri upplausn í þjóðfélaginu.
Axel Jóhann Axelsson, 6.8.2009 kl. 08:57
Axel þetta bogg þitt er til fyrirmyndar. Þú kemst að kjarna málsin á afar hnitmiðan hátt. Fæ að vísa í það.
Sigurður Þorsteinsson, 6.8.2009 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.