5.8.2009 | 14:44
Blóðugur niðurskurður
Búlgaría, eins og önnur lönd í Evrópu, ekki síst í Austur-Evrópu, berst við kreppuna og ekki hjálpar ESB aðildin og Evrutengingin í þeirri baráttu. Fjármálaráðherra Búlgaríu, Simeon Djankov, segir að brúa þurfi fjárlagahalla, að upphæð 200 milljarða íslenskra króna og ætlar á seinni hluta þessa árs að skera niður ríkisútgjöld um helming þeirrar upphæðar og hinn helminginn á að innheimta með sköttum og tollahækkunum.
Það er athyglisvert að upphæðin sem Búlgarar virðast ætla að skera niður hjá sér, er nánast sú sama og er á fjárlögum Íslands, og Íslendingar hafa samið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, að verði jafnaður á þrem næstu árum.
Munurinn er hins vegar sá, að Búlgarar eru um þrjátíu sinnum fjölmennari en Íslendingar, eða um níu milljónir, en Búlgaría er hins vegar litlu stærri að flatarmáli en Ísland.
Ef Búlgarar kalla brúun 200 milljarða króna fjárlagahalla, blóðugan niðurskurð, hvaða orð nær þá yfir ríkissjóðshallann á Íslandi og niðurskurðinn, sem þarf til að slétta hann út?
Í þessu sambandi er eingöngu verið að ræða um rekstrarhalla ríkissjóðs, en íslenskir ráðherrar segja að það sé ekkert mál fyrir þjóðina að bæta við sig Icesave skuldum Landsbankans.
Skyldu íslensku ráðherrarnir ekki vera alveg í takti við raunveruleikann?
Blóðugur niðurskurður í Búlgaríu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skyldir þú vera raunveruleikatengdur? Ég spyr nú bara einsóábyrgt og þú leyfir þér.
Gísli Ingvarsson, 5.8.2009 kl. 15:12
Gísli, þessu getur verið erfitt að svara. Sá veruleiki, sem flestir Íslendingar eru tengdir, sýnir þeim að til viðbótar þeim skattahækkunum og niðurskurði, sem þjóðin þarf að taka á sig vegna ríkissjóðshallans, þarf hún að taka á sig viðbótarhækkun tekjuskatts, sem sumir hagfræðingar hafa sagt að yrði 20%, eingöngu vegna Icesave.
Að halda því fram að Íslendingar "ráði vel við" að greiða Icesave, er því nokkuð hraustleg yfirlýsing, því þeir ráða auðvitað ekkert við að bæta þessu á sig, nema með mikilli lífskjaraskerðingu til margra ára, og því er svona tal ráðherranna annað hvort hrein blekking, eða þeir eru ekki alveg raunveruleikatengdir.
Að minnsta kosti eru þeir ekki tengdir sama raunveruleika og þjóðin.
Axel Jóhann Axelsson, 5.8.2009 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.