Hafliði dýri

Þetta uppgjörsmál var til umræðu í gær og þá var Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, að mótmæla því að um lögfræðikostnað væri að ræða, sem næmi tveim milljörðum, en hann sagði að þetta væri einungis útgreiðslukosnaður af Icesavereikningum, sem næmi að vísu á fjórða milljarð króna, sjá þetta blogg.

Athugasemdirnar í þessari frétt fjalla aðeins um uppgjörið í Bretlandi, en kostnaðurinn við útgreiðslur af rafrænum reikningum í Hollandi er engu minni og spurning hvort ekki verði ríflegur afgangur þar einnig. 

Verði svona ríflegur hagnaður af þessum uppgjörum, geta að minnsta kosti einhverjir glaðst vegna þessa Icesave samnings. 

Ekki verða það a.m.k. Íslendingar.


mbl.is Niðurlægjandi ákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú skrifar: "Ekki verða það a.m.k. Íslendingar!

Ég ER LÍKA Íslendingur, en ekki af þínu sauðahúsi.

Ég vil ekki vera flokkaður sem óprúttinn þjófur af öllum þjóðum sem hafa verið okkur velviljaðar.

Kári (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 12:38

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kári, þú er þvílíkt gæðamenni, sem ekki einungis Íslendingar ættu að taka sér til fyrirmyndar, heldur ekki síður annarra þjóða fólk, ekki síst Evrópumenn, sem nú eru að pína þig til að greiða skuldir Landsbankans, sem vegna regluverks ESB á alls ekki að vera með ríkisábyrgð.

Þú og Íslendingar eru í sömu sporum og Jón nokkur, sem tilkynnti þjófnað frá sér til lögreglunnar og var eftir það aldrei kallaður annað en Jón þjófur.

Axel Jóhann Axelsson, 25.7.2009 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband