Flutningar til og frá

Undanfarna áratugi hafa þúsundir Íslendinga flutt af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og enginn hefur talið það sérstakt stórmál og ekki verið gert mikið úr því, hvað að baki hefur legið.  Atvinnulífið á landsbyggðinni hefur verið mun fábreyttara, en á höfuðborgarsvæðinu, t.d. hefur ekki verið mikið úrval af störfum fyrir menntafólk utan Reykjavíkursvæðisins og miklar breytingar hafa orðið í annarri atvinnustarfsemi, sem ekki hefur getað keppt við fyrirtæki á suðvesturhorninu.

Í þeim mikla uppgangi undanfarinn áratug, sem aðalllega var á höfuðborgarsvæðinu, hafa miklir fólksflutningar orðið þangað af landsbyggðinni og ekki síður erlendis frá.  Nú þegar kreppa er skollin á sunnanlands verða óhjákvæmilega einhverjir fólksflutningar þaðan, en þá er ekki að neinu að hverfa á landsbyggðinni, þannig að flutningar fólks geta ekki orðið annað en til annarra landa.

Það, sem takmarkar flutning til útlanda, er að atvinnuástandið víðast erlendis er alls ekki betra en hér á landi, um þessar mundir og því munu miklu færri flytja til útlanda, en annars hefði orðið.  Það þykir hins vegar svo mikið fréttaefni, þegar harðnar á dalnum á Reykjavíkursvæðinu, að flutningar fólks þaðan er talinn, af fjölmiðlum, á við verstu náttúruhamfarir, en flutningar af landsbyggðinni aðeins óhjákvæmilegur fylgifiskur eðlilegrar byggðaþróunar.

Í nútíma atvinnuástandi, sem tekur sífelldum sveiflum, eru fólksflutningar líklega merki um dug og kraft þeirra, sem tilbúnir eru að leggja mikið á sig og sína, í baráttunnni fyrir betri lífskjörum.


mbl.is Hundruð flytjast til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Í nútíma atvinnuástandi, sem tekur sífelldum sveiflum, eru fólksflutningar líklega merki um dug og kraft þeirra, sem tilbúnir eru að leggja mikið á sig og sína, í baráttunnni fyrir betri lífskjörum.

hárrétt athugun !! 

Óskar Þorkelsson, 25.7.2009 kl. 10:17

2 Smámynd: smg

Góð spurning hver hin raunverulegu lífsgæði eru?

Í mínum huga eru þau stöðugleiki, næg atvinna og óspilltir stjórnarhættir, eitthvað sem stjórnir undanfarinna áratuga hafa ekki náð að sameina.

smg, 25.7.2009 kl. 10:24

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með smg

Óskar Þorkelsson, 25.7.2009 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband