24.7.2009 | 13:55
Leyniviðræður Ingibjargar Sólrúnar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur nýlega lýst undrun sinni á því að ESB skyldi ekki koma beint að samningnum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans, en um það hefði hún sjálf verið búin að semja í nóvember s.l. Hún greindi hins vegar ekkert frá innihaldi þess samkomulags og ekki hafa fjölmiðlamenn heldur gengið eftir þeim upplýsingum, enda afar sjaldgæft að þeir sjái "fréttapunkta" í málum, heldur virðast þeir frekar láta mata sig á því, sem framámenn vilja að komist í hámæli.
Það sem er athyglisvert við þessa yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar er, að á sama tíma rauk hún til, öllum að óvörum, og krafðist þess, að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að ganga í ESB, annars yrði stjórninni slitið. Í ljósi orða Ingibjargar Sólrúnar, verður að gera kröfu til þess, að upplýst verði hvort samhengi sé milli kröfunnnar á hendur Sjálfstæðisflokksins og samkomulags um að ESB kæmi beint að samningum um Icesave.
Af einhverjum dularfullum ástæðum leggur Samfylkingin ótrúlega mikla áherslu á samþykkt beggja málanna, þ.e. ríkisábyrgðina og umsóknina um aðild að ESB, þrátt fyrir að segja að málin séu ótengd.
Í þessu opna og gagnsæja stjórnkerfi, þar sem allt er uppi á borðum, yrðu fjölmiðlamenn fljótir að fá botn í þetta mál.
Rýnir í gögn vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég man eftir yfirlýsingu Ingibjargar í nóv. sl., þetta var allt mjög einkennilegt hvernig að þessu var staðið á sínum tíma. Afhverju tók ekki bretland okkur útaf hryðjuverkalistanum þá?
Hefði vilja sjá fréttamenn taka þetta sérstaklega fyrir.
16.11.2008
Hér er fréttatilkynningin frá því í fyrra.
http://www.mbl.is/media/83/1083.pdf
16.11.2008
Icesave deilan leyst.
"Samkomulag hefur tekist við Breta og Hollendinga í deilu um Icesave-reikninga Landsbankans."
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/16/icesave_deilan_leyst/
Svo ég vitni í Ingibjörgu Sólrún sjálfa þegar hún sagði að dómstólaleiðin væri ranghugmynd:
"Mér finnst rétt að það komi fram að meginástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara með málið fyrir dóm var sú að ekki mátti leika vafi á að innistæður væru tryggðar. Ef menn féllust á að fá úr því skorið fyrir dómi mundi skapast réttaróvissa um það hvort innistæðutryggingar væru í gildi. Þar með hefði innistæðueigandi á Spáni, í Frakklandi eða annars staðar fengið tilefni til að efast um tryggingarnar og tekið út sparifé sitt. Slík réttaróvissa er óhugsandi."
http://www.dv.is/frettir/2009/6/24/Ingibjorg_Solrun_Domstolaleidin_er_ranghugmynd/
Og svo langar mig að vitna í aðalsamningamann Íslands í Icesave málinu, Svavar Gestsson.
"Við erum í rauninni að bera burt syndir heimsins, eins og sagt var um Jesú Krist"
http://siggith.blog.is/blog/ginseng/entry/909341/
Helena (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 14:36
Helena, þetta er allt hið undarlegasta mál. Í samkomulaginu við AGS frá 16. nóvember 2008, hljóðar önnur málsgreinin svona: "Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag."
Með Svavarssamningnum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans er ekki gert ráð fyrir neinni þátttöku ESB við endurreisn fjármálakerfis og efnahags Íslands, eins og segir í setningunni: "Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag."
Er einhver leynisamningur í gangi um þetta? Hvað varð um forystu Frakklands, eða arftaka þess í forsæti Evrópusambandsins? Var samið um það bak við tjöldin, að Ísland myndi ganga í ESB og þá myndi sambandið yfirtaka Icesaveskuldbindingarnar? Verður það samningurinn, sem Íslendingar munu ekki geta hafnað?
Þessu og mörgu fleiru í sambandi við þetta allt saman á eftir að svara. Það er ekki nálægt því allt uppi á borðum í þessu máli, frekar en öðrum hjá stjórnarflokkunum.
Axel Jóhann Axelsson, 24.7.2009 kl. 15:31
ICESAVE:
Spillingarbrú Kjartans
Föstudagur 24. júlí 2009 kl 11:20
Höfundur: ritstjorn@dv.is
Mikil athygli hefur beinst að Björgólfi Guðmundssyni vegna hrunsins og þeirrar staðreyndar að auður hans var á sandi reistur. Minni athygli hefur aftur á móti verið á einum helsta spillingarforkólfi gamla Íslands, Kjartani Gunnarssyni, fyrrverandi bankaráðsmanni Landsbankans og framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.
Kjartan myndaði spillingarbrúna á milli viðskipta og stjórnmála og er af mörgum talinn sá sem gerði Björgólfunum kleift að ná undir sig bankanum. Að verðlaunum fékk hann að sitja áfram í bankaráði þar sem hann tók þátt í að skipuleggja og framkvæma Icesave ásamt fleira vafasömu.
Korri (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 16:40
http://www.dv.is/sandkorn/2009/7/24/spillingarbru-kjartans/
Korri (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 16:44
Korri, þetta innlegg þitt kemur þessari umræðu ekkert við og vísa ég til svars við fyrri athugasemdum þínum.
Axel Jóhann Axelsson, 24.7.2009 kl. 16:57
Sæll Axel.
Er ekki sama hvað sagt hefur verið eða gert varðandi þetta Æsseif mál - minnisblöð og annað þá hefur Alþingi alltaf síðasta orðið - eða hvað?
Annars er ég verulega hrædd við þessa leynifundi sem Ingibjörg Sólrún var á ( Össur var víst með henni á öðrum fundinum )í október "2008 í London með Bretum og ESB- yfir þeim hvílir svo mikil leynd - hún getur ekki hafa haft eitthvert alræðisvald þó svo hún hafi talið það sjálf á þeim tíma .....
Það er eitthvað eitrað á bakvið tjöldin sem ekki er upplýst.........
Kv.
Benedikta E, 24.7.2009 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.