Leyniviðræður Ingibjargar Sólrúnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur nýlega lýst undrun sinni á því að ESB skyldi ekki koma beint að samningnum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans, en um það hefði hún sjálf verið búin að semja í nóvember s.l.  Hún greindi hins vegar ekkert frá innihaldi þess samkomulags og ekki hafa fjölmiðlamenn heldur gengið eftir þeim upplýsingum, enda afar sjaldgæft að þeir sjái "fréttapunkta" í málum, heldur virðast þeir frekar láta mata sig á því, sem framámenn vilja að komist í hámæli.

Það sem er athyglisvert við þessa yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar er, að á sama tíma rauk hún til, öllum að óvörum, og krafðist þess, að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að ganga í ESB, annars yrði stjórninni slitið.  Í ljósi orða Ingibjargar Sólrúnar, verður að gera kröfu til þess, að upplýst verði hvort samhengi sé milli kröfunnnar á hendur Sjálfstæðisflokksins og samkomulags um að ESB kæmi beint að samningum um Icesave.

Af einhverjum dularfullum ástæðum leggur Samfylkingin ótrúlega mikla áherslu á samþykkt beggja málanna, þ.e. ríkisábyrgðina og umsóknina um aðild að ESB, þrátt fyrir að segja að málin séu ótengd.

Í þessu opna og gagnsæja stjórnkerfi, þar sem allt er uppi á borðum, yrðu fjölmiðlamenn fljótir að fá botn í þetta mál.

 


mbl.is Rýnir í gögn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man eftir yfirlýsingu Ingibjargar í nóv. sl., þetta var allt mjög einkennilegt hvernig að þessu var staðið á sínum tíma.  Afhverju tók ekki bretland okkur útaf hryðjuverkalistanum þá?

Hefði vilja sjá fréttamenn taka þetta sérstaklega fyrir.

16.11.2008 
Hér er fréttatilkynningin frá því í fyrra.
http://www.mbl.is/media/83/1083.pdf

16.11.2008
Icesave deilan leyst. 
"Samkomulag hefur tekist við Breta og Hollendinga í deilu um Icesave-reikninga Landsbankans."
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/16/icesave_deilan_leyst/

Svo ég vitni í Ingibjörgu Sólrún sjálfa þegar hún sagði að dómstólaleiðin væri ranghugmynd:

"Mér finnst rétt að það komi fram að meginástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara með málið fyrir dóm var sú að ekki mátti leika vafi á að innistæður væru tryggðar. Ef menn féllust á að fá úr því skorið fyrir dómi mundi skapast réttaróvissa um það hvort innistæðutryggingar væru í gildi. Þar með hefði innistæðueigandi á Spáni, í Frakklandi eða annars staðar fengið tilefni til að efast um tryggingarnar og tekið út sparifé sitt. Slík réttaróvissa er óhugsandi."

http://www.dv.is/frettir/2009/6/24/Ingibjorg_Solrun_Domstolaleidin_er_ranghugmynd/

Og svo langar mig að vitna í aðalsamningamann Íslands í Icesave málinu, Svavar Gestsson.

 "Við erum í rauninni að bera burt syndir heimsins, eins og sagt var um Jesú Krist"

http://siggith.blog.is/blog/ginseng/entry/909341/

Helena (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 14:36

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Helena, þetta er allt hið undarlegasta mál.  Í samkomulaginu við AGS frá 16. nóvember 2008, hljóðar önnur málsgreinin svona:  "Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna.  Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag."

Með Svavarssamningnum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans er ekki gert ráð fyrir neinni þátttöku ESB við endurreisn fjármálakerfis og efnahags Íslands, eins og segir í setningunni:  "Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag."

Er einhver leynisamningur í gangi um þetta?  Hvað varð um forystu Frakklands, eða arftaka þess í forsæti Evrópusambandsins?  Var samið um það bak við tjöldin, að Ísland myndi ganga í ESB og þá myndi sambandið yfirtaka Icesaveskuldbindingarnar?  Verður það samningurinn, sem Íslendingar munu ekki geta hafnað?

Þessu og mörgu fleiru í sambandi við þetta allt saman á eftir að svara.  Það er ekki nálægt því allt uppi á borðum í þessu máli, frekar en öðrum hjá stjórnarflokkunum.

Axel Jóhann Axelsson, 24.7.2009 kl. 15:31

3 identicon

ICESAVE:

Spillingarbrú Kjartans

Föstudagur 24. júlí 2009 kl 11:20

Höfundur: ritstjorn@dv.is

Mikil athygli hefur beinst að Björgólfi Guðmundssyni vegna hrunsins og þeirrar staðreyndar að auður hans var á sandi reistur. Minni athygli hefur aftur á móti verið á einum helsta spillingarforkólfi gamla Íslands, Kjartani Gunnarssyni, fyrrverandi bankaráðsmanni Landsbankans og framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Kjartan myndaði spillingarbrúna á milli viðskipta og stjórnmála og er af mörgum talinn sá sem gerði Björgólfunum kleift að ná undir sig bankanum. Að verðlaunum fékk hann að sitja áfram í bankaráði þar sem hann tók þátt í að skipuleggja og framkvæma Icesave ásamt fleira vafasömu.

Korri (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 16:40

4 identicon

Korri (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 16:44

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Korri, þetta innlegg þitt kemur þessari umræðu ekkert við og vísa ég til svars við fyrri athugasemdum þínum.

Axel Jóhann Axelsson, 24.7.2009 kl. 16:57

6 Smámynd: Benedikta E

Sæll Axel.

Er ekki sama hvað sagt hefur verið eða gert varðandi þetta Æsseif mál - minnisblöð og annað þá hefur Alþingi alltaf síðasta orðið - eða hvað?

Annars er ég verulega hrædd við þessa leynifundi sem Ingibjörg Sólrún var á ( Össur var víst með henni á öðrum fundinum )í október "2008 í London með Bretum og ESB- yfir þeim hvílir svo mikil leynd - hún getur ekki hafa haft eitthvert alræðisvald þó svo hún hafi talið það sjálf á þeim tíma .....

Það er eitthvað eitrað á bakvið tjöldin sem ekki er upplýst.........

Kv.

Benedikta E, 24.7.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband