23.7.2009 | 10:11
Sótt um tvisvar?
Daginn eftir að Alþingi samþykkti, illu heilli, að sækja um aðild að Evrópusambandinu, afhenti Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra, umsóknina, undirritaða af forsætis- og utanríkisráðherra, í forsætisráðuneyti Svíþjóðar.
Svo mikið lá á, að koma umsókninni til skila, að hún var afhent í Stokkhólmi nákvæmlega einum sólarhring eftir samþykkt Alþingis. Því er óskiljanlegt hvaða plagg Össur, grínari, er nú að afhenda Carli Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Er þetta eingöngu leiksýning, þar sem Carl Bildt var áður búinn að "lána" Össuri umsóknareyðublaðið, til þess að Össur gæti rétt honum það aftur, fyrir framan ljósmyndara og fjölmiðlamenn.
Varla hefur Össur verið að sækja um aðild að ESB í annað sinn.
Þó gæti það verið, því Össur er svo gamansamur.
Afhenti Svíum aðildarumsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki ólíklegt að Össur hafi afhent frumrit af umsókninni.
Guðmundur (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 10:32
Er Össur ekki bara að fullvissa sig um að við komumst inn. Komi til þess að umsóknin verði felld í þjóðaratkvæði, þá situr seinni umsóknin enn inni
Jón Lárusson, 23.7.2009 kl. 10:41
Guðmundur, heldurðu að Jóhanna fari þá með ljósrit af plagginu í næstu viku?
Jón, sennilega er þetta rétt skýring hjá þér. Verði samningurinn felldur í þjóðaratkvæði, þá verður alltaf hægt að segja að sú atkvæðagreiðsla væri bara um samningseintakið, sem Guðmundur Árni afhenti, en umsókn Össurar stæði eftir óhögguð.
Axel Jóhann Axelsson, 23.7.2009 kl. 10:52
Ef það væru til hagsmunasamtök almennings þá væri það alveg á hreinu að þau myndu berjast fyrir aðild. Það er ömurlegt þegar þingmenn sitja á þingi, reka svo fyrirtæki og taka afstöðu til ESb út frá því hvað kemur best út fyrir rekstur fyrirtækisins , og gefa þar með frat í almenning sem þeir þó þyggja atkvæði sitt frá. Þarna er ég að tala um Ásmund bónda, því hvað er bóndabýlið annað en fyrirtæki í fullum rekstri?
Ég fullyrði það að þetta er besta og mesta kjarabót sem íslenskum almenningi mun nokkurn tíman bjóðast, og bara ef fólk fengi blákaldar upplýsingar um það hvað væri í boði, þá er ekki spurning að fólk myndi kjósa með aðild. En því miður hefur þjóðernisrembingur og smáborgaraháttur orðið ofan á í umræðunni. Við hvað eruð þið hrædd? Jú að bændu og kvótagreifa missi spón úr aski sínum og að stjórnmálamennirnir sem hafa haft öll völd í þessu landi, þ.e, Sjálfstæðis og Framsóknarmenn, að þeir komi til með að missa völd til að viðhalda klíkustjórnmálum.
Samkvæmt útreikinginum á kostnað við fasteignalán til fjörutíu ára í Þýskalandi á fasteignavefnum Immobilienscout:=> Fjárhæðin skiptir ekki máli fyrir útreikningana, hún vex í sama hlutfalli hversu há sem hún er, en við miðuðum við 100.000 evrur og þá 4% vexti sem gefnir eru upp til viðmiðunar. Vaxtarkostnaður við slíkt lán væri 19.475 evrur. Það er, heildarfjárhæðin sem lántaki greiðir til baka á 40 árum er 119.475 evrur. Vaxtakostnaðurinn er tæp 20% af lánsfjárhæðinni.
Munurinn á 20% (0,2x) og 800% (8x) er fertugfaldur.Kostnaðurinn við þýskt húsnæðislán til 40 ára er því undir 20% af lánsfjárhæðinni. Kostnaðurinn við íslenskt húsnæðislán til sama tíma, miðað við 6% vexti og 5% verðbólgu, er yfir 800% af lánsfjárhæðinni
Tekur þú afstöðu til ESB út frá sjálfum þér og þinni fjölskyldu, eða lætur þú sérhagsmunasamtök eða öfgafólk villa þér sýn?
Valsól (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 11:01
Valsól, vinsamlega gefðu þér ekki ásæður fólks fyrir skoðunum sínum. Þær byggjast ekki á vörn fyrir "kvótagreifa" eða bændur, heldur á því sem menn telja vera hagsmuni almennings. Þeir sem eru á móti aðild að ESB, eru það, vegna þess að þeir telja að hagsmunum Íslands verði betur borgið utan stórríkis ESB í framtíðinni, en sem örhreppur í því ríki. Þú mátt kalla það þjóðrembing og smáborgarahátt, eða hvað annað sem þú vilt.
Í fyrsta lagi eru verðbætur ekki vextir, því þær eru mælikvarði á verðmæti þess, sem að baki krónunnar stendur hverju sinni, enda hafa laun hækkað meira en neysluverðsvísitalan á undanförnum áratugum. Að vísu hefur það ekki verið svo síðasta árið, en á eftir að jafna sig aftur, þegar efnahagurinn rís á ný. Greiðslubyrði lána, sem hafa verið tryggð með neysluverðsvísitölu, hefur því lækkað, en ekki hækkað, miðað við laun, undanfarna áratugi.
Í örðu lagi eru þessir vextir af þýska láninu eitthvað undarlegir. 4% vextir af 100.000 evrum, eru 4.000 evrur á fyrsta ári, þannig að þessar 19.475 evrur eru ekki nema fimm ára vextir, en ekki fjörutíu ára. Þessi útreikningur stenst einfaldlega ekki.
Axel Jóhann Axelsson, 23.7.2009 kl. 11:23
Valsól, því má bæta við að ef þýska lánið er greitt niður með jöfnum afborgunum á þessum fjörutíu árum, yrðu heildarvextir á lánstímanum um 40.000 evrur. Íslens húsnæðislán eru hinsvegar í nánast öllum tilfellum annuitetslán og því jafnast vextirnir á lánstímann og skuldarinn greiðir alltaf sömu upphæð afborgunar og vaxta allan lánstímann. Síðan kemur verðtryggingin inn í dæmið og ruglar fólk í ríminu, því það gerir sér ekki grein fyrir því, að fyrri hluta lánstímans fer stærstur hluti greiðslunnar í vextina, en seinni hluta lánstímans fer sístækkandi hluti í afborgun höfuðstóls.
Það er skýringin á því, að eignamyndun verður tiltölulega lítil fyrri helming lánstímans, en verður síðan hröð þann seinni.
Axel Jóhann Axelsson, 23.7.2009 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.