Lansbankann til almennings

Ekki bregður Steingrímur J. þeim vana sínum að tala í hálfkveðnum vísum um þau mál sem hann er að fjalla hverju sinni.  Reyndar talar hann oft mikið, en segir afar lítið, því flestum málum er haldið algerlega leyndum, þangað til upplýsingarnar eru togaðar út úr ríkisstjórninni með töngum og þá smátt og smátt á löngum tíma.

Nú má ekki upplýsa, hvort ríkisábyrgð á hluta af skuldum Landsbankans muni leiða til þess að erlendir kröfuhafar hinna bankanna vilji eignast þá, að hluta eða öllu leyti.  Ekki er heldur hægt að upplýsa hverjir þessir erlendu aðilar séu, en samt sagt að þeir muni líklega samþykkja að verða bankaeigendur á Íslandi.  Erlent eignarhald, að hluta eða öllu leyti, mun þó ekki breyta neinu um bankastarfsemi á Íslandi í framtíðinni, því Steingrímur J. segist ætla að sjá til þess að bankarnir verði eins og hverjir aðrir sparisjóðir í framtíðinni og stundi sem minnst milliríkjaviðskipti.

Samþykki Alþingi að skella Icesave skuldum Landsbankans á almenning til greiðslu, væri lágmark að ríkið samþykkti um leið, að hlutafjárframlagi ríkissjóðs til Landsbankans verði skipt jafnt milli allra Íslendinga, átján ára og eldri.  Þetta yrði gert um leið og formlega yrði gengið frá "kaupum" erlendu lánadrottnanna á Kaupþingi og Glitni.

Með þessu móti væri mögulegt að gera almenning örlítið sáttari við meðferðina á sér, ef svo slysalega myndi vilja til að Icesave samningurinn yrði samþykktur.


mbl.is „Erfitt en verður að leysast"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég stið þetta,... !

Landsbankinn var rúmlega 100 ára þegar hann var seldur,

ég trúði því að hann var besti bankinn,

ég hef verið í viðskiftum við  hann frá 3 ára aldri og

mér svíður örlög hans .. !

Snorri Gylfason (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 09:10

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er reyndar ekki svo galin hugmynd, þá værum það við skattgreiðendur sem værum í hlutverki helstu kröfuhafa bankans og myndum einfaldlega yfirtaka hann.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2009 kl. 09:23

3 Smámynd: Skúli Víkingsson

"... að hlutafjárframlagi ríkissjóðs til Landsbankans verði skipt jafnt milli allra Íslendinga, átján ára og eldri ..." Er ekki viss um að skilja þetta ekki alveg.

Það væri eðlilegt að ríkið losaði sig við bankann eins fljótt og verða má, en vegna þess að ríkið getur ekki selt nokkurn hlut væri eðlilegast að hlutabréf væru gefin út á hverja kennitölu og reiknaðist sem eign viðkomandi einstaklings. Ef hann selur svo sinn hlut kæmi andvirðið fram að fullu sem tekjur og skattlagðar sem slíkar. Ég sé engin rök fyrir því að takmarka þetta við einhvern aldurshóp.

Skúli Víkingsson, 21.7.2009 kl. 09:52

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skúli, að sjálfsögðu var meiningin hér að ofan sú, að hlutabréfin væru gefin út á hverja kennitölu og yrðu eign viðkomandi einstaklings.  Hvort yrði miðað við átján ára aldur (fjárræðisaldur), sextán ára aldur (skattgreiðslualdur) eða einhvern allt annan aldur, er svo auðvitað það deilumál, sem líklegast er, til að ekkert yrði úr málinu, vegna innbyrðis ósamkomulags þjóðarinnar.

Með þessu móti yrði bankinn hinsvegar einkavæddur á fljótlegastan og sanngjanastan hátt.

Axel Jóhann Axelsson, 21.7.2009 kl. 10:13

5 Smámynd: Skúli Víkingsson

Flott. Þá erum við sammála um þetta. Með þessu lagi myndi þjóðin losna við "kjölfestufjárfesta" í einkavæðingarferlinu. Eins og við var að búast eru stórir aðilar í svona löguðu til þess eins fallnir að rugga bátnum meira en aðrir, fyrir utan allt annað sem í ljós hefur komið um þá seinna.

Skúli Víkingsson, 21.7.2009 kl. 11:55

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Landsbankum væri líklega best borgið í svona dreifðu eignarhaldi.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband