Samningur við sjálfar sig eða Jóhönnu Sig.?

Fjármáleftirlitið hafði gefið ríkisstjórninni og skilanefndum bankanna lokafrest til 17. júlí til að ljúka endurskipulagningu bankakerfisins, annars myndi Fjármálaeftirlitið sjálft taka málið yfir.  Nú tilkynnir ríkisstjórnin að skilanefndirnar séu búnar að ná samkomulagi við sjáfar sig, um að Glitnir og Kaupþing "kaupi" aftur þá starfsemi, sem klofin var út úr þessum bönkum í fyrrahaust.  Gefið er í skyn að þar með komist þessir bankar í eigu erlendra aðila, en eitt smáatriði er eftir, en það er að þessir erlendu kröfuhafar muni sætta sig við samkomulag skilanefndanna við sjálfar sig.

Að vísu hefur komið fram, að ekki er fullljóst hverjir kröfurhafarnir eru í þessa banka, því sagt er að það komi ekki að fullu fram, fyrr en í nóvember, þegar kröfulýsingarfrestur rennur út.  Einnig er tilkynnt að ríkissjóður hafi frest til 14. ágúst, til þess að leggja bönkunum til nýtt hlutafé, sem erlendu kröfuhafarnir mega kaupa, ef þeir vilja, sem ríkisstjórnin telur "líklegt" að þeir muni vilja.

Svona er hægt að fresta frágangi á öllum málum, með yfirlýsingum um að hitt og þetta verði framkvæmt fyrir þessa og þessa dagsetninguna, en svo situr allt við sama borð.  Þetta er orðin viðtekin aðferð ríkisstjórnarinnar, til að blekkja almenning og fjölmiðla, sem gleypa allt hrátt, sem frá ráðherrunum kemur.

Enginn veit ennþá hvort þessi samningur skilanefndanna er einungis við sjálfar sig eða við Jóhönnu Sig.

Að minnsta kosti er þetta ekki samningur við erlenda kröfuhafa bankanna.


mbl.is Óvissu um bankana eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband