15.7.2009 | 14:07
Hótanirnar á borðið, takk
Seðlabankinn tekur undir það sem Steingrímur J, fjármálajarðfræðingur, hefur margstaglað, að höfnun ríkisábyrgðar á Icesave skuldum Landsbankans, muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið og endurreisn atvinnulífsins.
Þrátt fyrir að margoft hafi verið fram á, að útskýrt yrði nánar hvaða alvarlegu afleiðingar þetta yrðu, hefur því aldrei verið svarað af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Engu er líkara, en að þessar alvarlegu afleiðingar séu trúnaðarmál innan ríkisstjórnar og seðlabanka og almenningi komi þær ekki við, sem á þó að borga brúsann, með aukinni skattpíningu.
Það er skýlaus krafa, að upplýst verði hverjir hafi hótað Íslendingum efnahagslegum þvingunum, í hverju þessar hótanir eru fólgnar og hvernig eigi að framfylgja þeim.
Þessar upplýsingar verða að liggja fyrir, áður en þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar, um að sameinast stórríki ESB, verður tekin til afgreiðslu á Alþingi. Er það ESB, sem hótar Íslendingum efnahagslegri styrjöld? Eru það norðurlöndin, annaðhvort sjálf, eða í samvinnu við ESB? Eru það Norðmenn eða Færeyingar? Er þetta kannski hugarburður?
Ef búið er, eða stendur til, að lýsa yfir styrjöld gegn íslenskri þjóð, verður ríkisstjórnin að upplýsa um það.
Það getur ekki verið trúnaðarmál innan ríkisstjórnarinnar, hvort slík styrjöld sé í vændum.
Alvarlegt að synja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Láttu ekki svona einsog stjórnmálamaður í styuttbuxnaliðinu. Auðvitað hefur það alvarlegar afleiðingar að fella IceSave samninginn. 'ground zero' áhrif. Allt fer aftur til október 2008. Lánstraust íslendinga þurrkast út. Eitt memo frá Bank of england sent óformlega til helstu banka evrópu og við erum 'fucked'. Sýndarbankakerfi okkar fellur samstundis og peningarnir þínir ef þú átt þá á bók verða líklega að engu. Það er engin innistæða fyrir þeim nefnilega. Ekki einusinni í dag. Hægt verður að gjaldfella allar skuldir á þjóðarbúið vegna stöðunnar. Innflutningur stöðvast. Bráðabirgðalögin varðandi bankana munu sennilega ekki halda lengur. Stjórnin fellur og það er enginn til að taka við. Þetta er nú mín útlistun á þessu og sennilega ekkert of dökk.
Gísli Ingvarsson, 15.7.2009 kl. 15:43
Það er nú ekki dónalegt að vera á stuttbuxum í þessari veðurblíðu. Ef þín sýn er sú sama og ríkisstjórnarinnar, þá á hún að koma hreint fram og segja hvaða hótanir voru settar fram við íslensku samninganefndina til þess að kúga fram ríkisábyrgðina, sem alls ekki er reiknað með í tilskipun ESB.
Íslendingar hafa ekkert lánstraust nú þegar og hafa ekki haft eftir bankahrunið. Mörg innflutningsfyrirtæki sem hafa verið í reikningsviðskiptum við sína birgja erlendis, jafnvel í áratugi, þurfa nú að staðgreiða allar vörur. Íslenskar bankaábyrgðir eru hvergi teknar gildar erlendis og í raun hefur ekkert bankakerfi verið rekið hérlendis í rúma tíu mánuði.
Ef þvinganir hafa ekki komið frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og öðrum sem hafa lofað okkur neyðarlánum, þá mun verða hægt að endurvinna traust erlendis og lán ríkissjóðs verða alls ekki gjaldfelld, svo lengi sem staðið verður í skilum. Það verður nógu erfitt, þá skuldum Landsbankans verði ekki bætt við.
Ennþá stendur eftir þessi spurning: Hver hefur hótað Íslendingum, hverju var hótað og hvernig á að framfylgja þeim?
Axel Jóhann Axelsson, 15.7.2009 kl. 16:03
Íslenska bankakerfinu 'nýja' er haldið uppi í öndunarvél með leyfi erlendra aðila í formi AGS í aðalatriðum býst ég við. AGS hefur ekkert umboð hér nema með leyfi eigenda sinna sem eru meðal annara Bretar. Bretar beittu þvingunum einsog vel er kunnugt til að þvinga íslendinga til samningarviðræðna. Á meðan fengu íslendingar 'súrefni' til að halda áfram lífi sínu einsog ekkert hafi í skorist. Ríkisstjórnin getur ekki 'lofað' því að Bretar muni láta kné fylgja kviði þegar samningurinn verður felldur.
Það er óábyrgt af ríkisstjórninni að segja neitt nema það sem þau vita að ástandið verður alvarlegt og Steingrímur sagði að við myndum uoolifa október 2008 aftur. Mér finnst ég ekki þurfa að fá þetta inn með teskeið.
Þetta snýst um bankakerfið og það er í raun illa statt og þolir ekki neitt mótlæti. Hinsvegar finnst mér það eigi að vera plan B. Það plan á stjórnarandstaðan að setja fram áður en þeir fella tillöguna. Jóhanna og Steingrímur hafa ekkert plan B. Enda sjá þau engan raunhæfan kost annan en að segja af sér. Það er ekki hótun heldur raunsæi.
Gísli Ingvarsson, 15.7.2009 kl. 16:35
Þetta er afskaplega einfalt, þó ég verði að taka undir gagnrýni þína hvað það varðar að stjórnmálamenn útskýra ekki svona hluti. Sennilega finnst þeim það svo augljóst að þess þurfi ekki, í bland við það að þurfa að tala stjórnmálamál.
Þú spyrð hverjir séu að hóta okkur og í hverju þær hótanir felist. Ég get svarað hvoru tveggja.
Hverjir hóta? Allir. Ekki bara ESB, heldur allir sem vilja geta lánað okkur og fengið peningana sína til baka. Þú verður að sjá hvernig þetta lítur út erlendis frá. Þegar þjóð, sama hver hún er, tekur þátt í bankakerfinu þá þarf að vera til ákveðin viðbragðsáætlun til að tryggja innistæður. Það er alger forsenda þess að nokkur þori að fjárfesta í nokkrum sköpuðum hlut í nokkru landi. Það sem við höfum þegar sannað er að okkur sé ekki treystandi fyrir peningum, fyrst og fremst vegna taumlauss barnaskaps í bankaviðskiptum.
Þegar banki fellur er búist við því að ríkið bjóði neyðarlán til þess að tryggja innistæður. Það er eina forsenda þess að nútíma bankakerfi virki á annað borð (þó það sé reyndar ekki nóg, augljóslega). Ríki sem einfaldlega neitar að gera það, er ekki treystandi fyrir lánum. Þetta þykir almenn skynsemi alls staðar nema á Íslandi. "Hótanirnar" felast því einfaldlega í því að fólk með nokkuð vit milli eyrna hættir að skipta við okkur, og við sem land stólum á viðskipti við útlönd til þess að halda landinu byggilegu.
Án erlendrar fjárfestingar verður engin uppbygging á Íslandi. Með engri uppbyggingu verður ekkert Ísland. Þá erum við að horfa framan í vandamál sem við höfum ekki séð síðan á fyrri hluta 20. aldar, þ.e. skömmtun á jafnvel nauðsynjavörum. Við erum undir því komin að aðrir vilji skipta við okkur.
Þetta er því í raun ekki nein hótun. Við viljum viðskiptin þeirra því annars erum við dauðadæmd, og einhverjum útlendingum úti í heimi ber engin skylda til að skipta við okkur. Við erum búin að tapa þessu stríði og höfum ekki úr neinu að spila.
Hugsaðu þetta svona. Ef þú ert að spila póker og þú samþykkir reglurnar, að þegar þú ert búinn með spilapeningana þína geturðu tekið lán fyrir fleirum. Svo taparðu þeim. Ætlarðu að neita að borga á þeirri forsendu að það sé ósanngjarnt? Þetta er auðvitað alls ekki sanngjarnt gagnvart íslenskum almenningi, en svona virkar bankastarfssemi og við áttum að vita betur.
Það þarf enginn að gera neitt sérstakt til að Ísland sé búið spil. Þvert á móti, reyndar. Við þurfum fjárfestingar til að byggja landið og fjárfestum ber engin skylda, hvorki siðferðisleg né lagaleg, til að halda áfram að fjárfesta í landi sem augljóslega neitar einfaldlega að standa undir sínum skuldbindingum þegar það verður of erfitt.
En eins og ég segi, stjórnmálamenn tala ekkert um þessa hluti. Af einhverjum ástæðum láta þeir eins og fólk sé of vitlaust til að skilja þessar einföldu staðreyndir.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 17:50
Helgi Hrafn.............. How refreshing it is to see someone facing up to reality....
"We are not going to pay" ! will, I think, bring exactly the circumstances you describe...........
What I personally would like to see is as follows..........That there is an "Icesave" agreement, but with a clause to allow renegotiation after 7 or 8 years. This will give the Icelandic Government time to get the real culprits........the so called "Utrasavikingar"....and seize back the money they stole. In my mind, these men are the Icelandic Mafia along with the despicable bank managers that were so involved in the plans to fleece money from everywhere. The Dutch and the British cannot understand why these ment have not been arrested. Surely the assets that the gangster hold can be frozen. I know for a fact that the UK Government have openly stated that they will do everything they can to help, and will pass on any information they have about the tremendous transfering of funds from the UK prior to the eventual fall of Landsbanki in England. I would ask all Icelanders to take a look at the unbevelievable amount of Luxury Jeeps that are still on the road in Iceland.......The caravans, the summer houses, the "Toys for the boys" four wheelers.....The 350 square meters palaces.....The ridiculous 3.5 ton American pick ups......The mobile homes.....etc etc etc.....
An attempt to pay the debts would give Iceland as a Nation, far more credability than the pompous and rather childish shouts of "We are not going to pay"
Agree to some kind of attempt at least, to pay back the money that was stolen from the public of Europe.
Turn round and say.., "We will not pay" I am afraid would lead to tragic circumstances.
Good Luck............
Fair Play (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 21:33
Come on.....Are you too ashamed to answer me
Fair Play (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 01:11
Icesave skuld Landsbankans er ekki nema dropi í skuldahafið, sem erlendar fjármálastofnanir þurfa að afskrifa vegna erlendra skulda Íslendinga, aðallega banka- og útrásarmógúla. Ekki má gleymast að bankakerfið var að stærð orðið á við tólffalda þjóðarframleiðslu, en Icesave í heild sinni á við eina.
Þrátt fyrir að íslenskur almenningur taki á sig að greiða Icesave skuldir Landsbankans, munu erlendar lánastofnanir, t.d. þýskar, japanskar, bandarískar o.fl., o.fl., sem nú þurfa að afskrifa fimm- til tífalda þjóðarframleiðslu Íslands, ekki verða viljugar til að lána Íslendingum einn dollar í nánustu framtíð.
Sem sagt, hvað sem gert verður með þetta brotabrot af skuldum banka- og útrásarmógúla, þá munu Íslendingar verða í miklum erfiðleikum með að fá einhver lán erlendis a.m.k. næsta áratuginn.
Gallað regluverk ESB vegna innistæðutrygginga mun ekkert hafa að gera með lánstraust Íslendina erlendis. Efnahagshryðjuverk þeirra gagnvart Íslendingum er háð af ríkisstjórnum, ekki lánastofnunum. Þær munu bíða betri tíma til að ná sér niðri á þeim, sem ollu þeim öllu þessu tjóni.
Axel Jóhann Axelsson, 16.7.2009 kl. 08:53
Ef enginn mun lána okkur dollara héðan af, þá get ég ekki mælt nógu sterklega með því að þú og allir sem þér þykir vænt um flýji land og það strax.
Án erlends fjármagns erum við að horfa framan í svo alvarlega hluti að fólk trúir þeim ekki, nánar til tekið lyfjaskort og skömmtun á matvælum. Það er erfitt að ýkja hversu alvarlegar afleiðingarnar yrðu.
Fair Play: Takk.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.