6.7.2009 | 10:48
Orsök eða afleiðing
Það verða að teljast ótrúlegar tölur, að tæplega fjórðungur íslenskra kvenna, giftar eða í sambúð, hafi orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi af hendi maka. Samkvæmt rannsókninni, sem var unnin af Erlu Kolbrúnu Svavarsdóttur og Brynju Örlygsdóttur, sem báðar eru með doktorsgráðu í hjúkrunarfræði, eru flestar kvennanna beittar andlegu ofbeldi, eða eins og segir í fréttinni:
"18,2% af þeim konum sem tóku þátt í rannsókninni höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu maka síns, 3,3% líkamlegu og 1,3% höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi."
Þó tiltölulega lítill hópur, samt of stór, verði fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, er athyglisverðast hve margar konur verða fyrir andlegu ofbeldi og fróðlegrt að bera þann fjölda saman við andlegt ástand svipaðs hlutfalls þessara kvenna, eða eins og fram kemur: "7% giftra kvenna og 9% kvenna í sambúð þjáist af þunglyndi og 4% eiga við átröskunarvandamál að stríða, samkvæmt rannsókninni."
18,2% kvennanna segjast verða fyrir andlegu ofbeldi og 20% eiga við andlega erfiðleika að etja. Ekki kemur fram í fréttinni, hvort þetta sé sami hópurinn, en a.m.k. er heildarfjöldinn svipaður. Þetta leiðir hugann að því, hvort andlegu veikindin valdi því að viðkomandi finnist að allt sé þeim andstætt og þær séu kúgaðar af makanum og kannski fleirum.
Fróðlegt væri að vita hvort þarna séu tengsl.
Fjórðungur orðið fyrir ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru ekki 20% sem eiga við andlega erfiðleika að stríða samkvæmt þessum tölum. Ef við gerum ráð fyrir að um helmingur af konum sem voru spurðar séu í sambúð og helmingur giftar þá eru 8% af heildinni þunglyndar, ef fleiri eru giftar hækkar talan en fer þá aldrei yfir 9%. Einnig er mjög algengt að þunglyndi fylgi átröskunar sjúkdómum, og held ég mjög sjaldgæft að það geri ekki. Þetta hlutfall ætti því ekki að fara yfir 10% og er líklegt að það sé undir 9%.
Kristín (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 11:00
Ætli 18,2% hafi þá eingöngu orðið fyrir andlegu ofbeldi? Það er nefnilega ótrúlegt að líkamlegt ofbeldi eigi sér stað án þess að andlegt ofbeldi fylgi.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 11:06
Þessir útreikningar þínir eru líklega hárréttir, því auðvitað á ekki að leggja saman þessi 7% og 9%, eins og gert var í fljótfærni.
Einnig gæti þunglyndið og aðrir andlegir kvillar verið afleiðingar andlegs ofbeldis og var það í raun kveikjan að þessari hugleiðingu, þ.e. hvort þunglyndið gæti að einhverju leyti orsakað það, að konum gæti þótt þær beittar andlegu ofbeldi, eða hvort andlega ofbeldið leiddi til þunglyndis þeirra.
Það var eiginlega spurningin um orsakasamhengið.
Axel Jóhann Axelsson, 6.7.2009 kl. 11:08
ég held að ef djúpt sé kafað þá sé hægt að flokka hvað sem er undir andlegt ofbeldi og þetta hugtak er algjörlega ofnotað svo ekki sé meira sagt.
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 12:40
Hér er sagt frá því að 3,3% af þeim konum sem tóku þátt hafi orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Þar sem íslenskar konur eru flestar litlar og feitar má ætla að 3,3% séu tæplega 6 cm eða um 2,5 kg. 2.746 konur tóku þátt í rannsókninni en ekki er tekið fram hvernig ofbeldið dreifist á þann fjölda. 2.746 íslenskar konur eru líklega um 44 km eða rúm 19 tonn. 3,3% af því verða þá um 1,45 km eða 630 kg. Ef við gerum ráð fyrir því að ekkert sé um hálfklárað ofbeldi eru þetta 8-9 konur sem verða fyrir 100% ofbeldi.
Jón Hjörtur (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.