26.6.2009 | 14:02
Afþreying fjármálamógúla
Í hádegisfréttum RUV kom fram að ekkert sæti eftir í félaginu Íslensk afþreying hf., nema skuldir, og það engar smáskuldir, eða fimm milljarðar króna. Þessar fimm milljarða króna skuldir sitja eftir í félaginu eftir að allar eignir þess hafa verið seldar.
Ekki hafa fengist upplýsingar um hvert söluverðið var til Rauðsólar ehf., sem breyttist í Sýn ehf. né söluverð annarra fyrirtækja sem seld voru til Garðarshólma og hvorki verð né hver kaupandi var að EGF hf. Jón Ásgeir Jóhannesson, fjármálafursti og besti vinur barnanna, átti allt kompaníið og keypti af sjálfum sér fjölmiðlahlutann, sem nú er rekinn undir nafni Sýnar ehf. Fróðlegt væri að vita hverjir standa að þeim félögum sem keyptu allt annað út úr rekstri Íslenskrar afþreyingar hf.
Að skilja svo skuldirnar eftir í félagi með nafninu Íslensk afþreying hf., er náttúrlega hrein snilld og nafnið afar táknrænt fyrir gjörðir þessara fjármálamógúla.
Þeirra helsta afþreying er að hirða eignir og skilja skuldir eftir handa öðrum að borga.
Þeir hljóta að skemmta sér konuglega við þennan leik.
Íslensk afþreying gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég trúi þessu bara ekki, þetta er svo ógeðfelt. Ætla stjórnmálamennirnir okkar að láta þá komast upp með þetta eða var Sjálfstæðisflokkurinn búinn að gera kerfið svo þægilegt fyrir bissniskarlana að öll svona skítabrögð ganga upp?
Valsól (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 14:20
Það er nú alveg óþarfi að blanda Sjálfstæðisflokknum inn í þetta, enda var hann víst ekki besti vinur Baugsara. Þar fyrir utan eru gjaldþrotalögin líklega áratugagömul og kennitöluflakk verið stundað lengur en elstu menn muna.
Það sem er nýrra í þessu, eru þessar ótrúlegu upphæðir, sem þessir kláru karlar (að eigin mati) lánuðu sjálfum sér, úr bönkum og félögum, sem þeir höfðu lagt undir sig án nokkurra trygginga.
Það frelsi getum við þakkað ESB, því þaðan fengum við lögin og reglurnar um frjálst flæði fjármagns og innistæðutryggingar banka, sem nú er verið að kúga okkur til að ríkistryggja.
Axel Jóhann Axelsson, 26.6.2009 kl. 14:39
Hvenær á að setja víkingana okkar í járn?
Villi Asgeirsson, 26.6.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.