VG að fella ríkisstjórnina?

Nú er greinilegt að það á að draga afgreiðslu ríkisábyrgðar á Icesave skuldum Landsbankans fram á haust, til þess að reyna að halda lífi í ríkisstjórninni sem lengst.  Vitað er að nokkrir þingmenn Vinstri grænna hafa lýst yfir andstöðu við málið og varla dettur nokkrum manni í hug í alvöru, að stjórnarandstaðan á þingi fari að samþykkja þessa nauðungarsamninga.

Steingrímur, fjármálajarðfræðingur, segir að ekki sé hægt að leggja málið fyrir þingið fyrr en í næstu viku, vegna þess að beðið sé frekari álita frá lögfræðingum.  Hefði ekki verið nær að fá álit færustu lögspekinga áður en skrifað var undir nauðungarplaggið og hefði ekki líka verið nær að hafa einhverja lög- og þjóðréttarfræðinga í samninganefndinni?

Einnig segir Steingrímur, að engin lán fáist erlendis frá, nema ríkisábyrgðin verði samþykkt.  Það væri varla til of mikils mælst, í nafni gagsæis og opinnar stjórnsýslu, að hann leggði spilin á borðið og skýrði fyrir þingi og þjóð, hverjir hafi hótað Íslendingum og hverju hafi verið hótað.  Þetta verður að upplýsa.

Steingrímur kórónar ruglið með því að segja að það væri ábyrgðarleysi af Sjálfstæðismönnum að fella ríkisstjórnina, með því að greiða atkvæði gegn hörmungarsamningnum.

Honum væri nær að ræða nánar við "stuðningsmenn" sína í Vinstri grænum um framtíð ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Strandi Icesave, strandar allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband