22.6.2009 | 14:03
Glæpur gegn þjóðinni
Fleiri og fleiri af mestu lögspekingum landsins hafa verið að tjá sig undanfarið um Icesave málið og komast allir að þeirri niðurstöðu, að það sé glapræði að láta ekki á málið reyna fyrir dómstólum. Flestir ganga svo langt að segja, að samningurinn sem ríkisvinnuflokkurinn ætlar að troða ofan í kok þjóðarinnar sé algerlega andstæður þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands.
Því verður ekki trúað að óreyndu, að Alþingi láti kúga sig til hlýðni í þessu máli, sem samkvæmt nýjasta mati skilanefndar Landsbankans, mun skilja eftir sig að minnsta kosti 250 milljarða króna gat. Ríkisvinnuflokkurinn getur ekki komið sér saman um sparnað í ríkisrekstrinum á næstu þrem árum, um 170 milljarða króna, sem reyndar á að ná inn a.m.k. að helmingi með skattahækkunum. Hvernig í ósköpunum á ríkissjóður að geta tekið á sig það sem upp á vantar í Icesave málinu, sem í raun er alls ekki skuld íslenska ríkisins, enda engin ríkisábyrgð á Tryggingasjóði innistæðueigenda.
Um þetta hefur áður verið fjallað í þessu bloggi og þar reynt að rökstyðja, að neyðarréttur leyfir að gera sérstakar ráðstafanir á ákveðnum svæðum vegna hamfara sem yfir ganga. Sama hlýtur að gilda um efnahagslegar hamfarir, eins og náttúruhamfarir.
Að láta ekki reyna á dómstólaleið vegna Icesave, er glæpur gegn þjóðinni.
![]() |
Eignir duga ekki fyrir Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
malacai
-
andres
-
annabjorghjartardottir
-
attilla
-
skagstrendingur
-
baldvinj
-
benediktae
-
beggo3
-
h2o
-
bbg
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
siggibragi
-
brandarar
-
deiglan
-
gagnrynandi
-
doggpals
-
ekg
-
elfur
-
eeelle
-
ellamagg
-
elismar
-
evaice
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gunnargunn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gun
-
gudbjorng
-
zumann
-
gudjul
-
gp
-
hreinn23
-
brekkukotsannall
-
gustaf
-
hallarut
-
morgunblogg
-
hannesgi
-
miniar
-
maeglika
-
heimssyn
-
aanana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
minos
-
atvinnulaus
-
daliaa
-
ingvarvalgeirs
-
jakobk
-
fun
-
jennystefania
-
jonsullenberger
-
dondi
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
jonarni
-
jonoskarss
-
jorunnfrimannsdottir
-
kaffistofuumraedan
-
krist
-
kristinn-karl
-
krissiblo
-
kristjan9
-
altice
-
sleggjudomarinn
-
elvira
-
mathieu
-
morgunbladid
-
ninasaem
-
pallru
-
pallvil
-
palmij
-
iceland
-
ragnar73
-
rannsoknarskyrslan
-
redlion
-
seinars
-
fullvalda
-
logos
-
sigrunzanz
-
sigurduringi
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
sisi
-
siggifrikk
-
stebbifr
-
stjornuskodun
-
stormsker
-
saevargudbjornsson
-
athena
-
susannasvava
-
tibsen
-
ubk
-
vala
-
val
-
vestarr
-
postdoc
-
gummih
-
asdisran
-
thjodarsalin
-
mullis
-
sumri
-
t24
-
omarragnarsson
-
umbiroy
-
thjodarheidur
-
thorhallurheimisson
-
flinston
-
diva73
-
thjodarskutan
-
lifsrettur
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þá reynir á hverskonar pappír Tryggvi Þór Herbersson er í stjórnmálum.
"Hann viðurkennir að sjálfstæðismenn hafi í raun rutt veginn með því að samþykkja að semja um greiðslur vegna Icesave reikninganna án þess að málið fari fyrir dómstóla. Íslendingum hafi verið stillt upp við vegg af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu vegna EES samningsins og aðeins hafi verið samþykkt að fara samningaleiðina.
Jón Ingi Cæsarsson, 22.6.2009 kl. 14:07
Auðvitað var það aumt, að láta kúga sig til að samþykkja yfirleitt að fara samningaleiðina. En það að fara samningaleiðina, er ekki það sama og að samþykkja hvað sem er. Ef gagnaðilarnir hafa talið að það þýddi það, að þeir gætu kúgað íslensku samninganefndina til að samþykkja hvaða afarkosti sem er, þá verður Alþingi að snúa þessu máli á upphafsreit.
Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki Alþingis, þannig að hann hefur ekkert gildi fyrr en sú staðfesting liggur fyrir. Fáist hún ekki, hlýtur málið að fara sjálfkrafa á byrjunarreit aftur.
Hvernig skyldi annars standa á því, að þeir einu sem réttlæta þennan samning, eru þeir sömu og vilja allt gera til þess að komast inn í ESB?
Axel Jóhann Axelsson, 22.6.2009 kl. 14:14
Eftir álit þriggja lagaprófessora og tveggja hæstaréttardómara á IceSave samningnum, hlýtur þingheimur að staldra við og skoða spil sín. Þeir ýmist telja ekki heimild fyrir samþykkt hans eða að hann sé óréttlætanlegur af lagalegum orsökum. Hafi þeir rétt fyrir sér væri samþykkt Alþingis nákvæmlega það sem segir í fyrirsögn færslunnar: Glæpur gegn þjóðinni.
Haraldur Hansson, 22.6.2009 kl. 14:32
Aðeins það eitt að það leikur VAFI á ábyrgð ríkisins á Tryggingasjóði innistæðueigenda ætti að vera næg ástæða til að láta reyna á dómstólaleiðina.
Dúa, 22.6.2009 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.