Ríkisstjórnin þvinguð til aðgerða

Sá lánlausi ríkisvinnuflokkur, sem nú er að störfum í landinu, getur ekki komið sér saman um niðurskurð og sparnað í ríkisrekstrinum, frekar en nokkuð annað, t.d. Icesave, ESB o.fl.  Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að pína aðgerðir út úr fjármálajarðfræðingnum, til þess að mögulegt sé að ljúka kjarasamningum.

Í fréttinni er haft eftir forseta ASÍ:  "Gylfi sagði að allt hefði verið undir á fundinum. Menn hefðu rætt um gjaldeyrishöft og stefnu í vaxtamálum. Einnig hefði verið rætt um ríkisfjármál á árunum 2011 og 2012."  Ómögulegt hefur verið að fá fram fyrirhugaðar aðgerðir í ríkisfjármálum, öðruvísi en með þvingunum verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda.

Ekki tekst ríkisvinnuflokknum að koma sér saman um aðgerðir, aðrar en niðurskurð verklegra framkvæmda, eða eins og fram kemur í fréttinni:  "Á fundinum var m.a. rætt um mikinn niðurskurð í verklegum framkvæmdum sem ríkisstjórnin hefur boðað, en í honum felst m.a. 3,5 milljarða niðurskurður til vegamála á þessu ári og 8,2 milljarða niðurskurður á næsta ári." 

Í stað þess að spara í rekstri, á að spara allar framkvæmdir, sem gætu skapað störf á almennum vinnumarkaði og þar með á ekki að gera neitt til þess að reyna að minnka atvinnuleysi hjá verkafólki og iðnaðarmönnum.

Í stað þess að ríkissjóður spari í rekstri, á að "þjóðnýta" lífeyrissjóðina til verklegra framkvæmda.

Verklegar framkvæmdir eru verkefni ríkissjóðs en ekki lífeyrissjóðanna.


mbl.is Halda áfram viðræðum í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband