Ráðherra á hausnum

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisstarfsmaður, fór á hausinn í bókstaflegri merkingu, þegar hún datt af hjólinu sínu á leið í vinnuna.  Það er virðingarvert, að vilja sýna gott fordæmi, með því að hjóla í vinnuna, en aftur á móti er það óafsakanlegt gagnvart öðrum börnum landsins, að hjóla um allar trissur, án þess að vera með hjálm.  Ef hún vill ekki nota ráðherrabílinn, þá væri kannski ráð að láta ráðherrabílstjórann stjórna hjólinu og reiða Svandísi og bæði yrðu með hjálm auðvitað.

Svandís telur sig hafa verið heppnari en hún ætti skilið, að hafa dottið á höfuðið.  Það minnir á manninn, sem sagði, þegar planki datt á höfuðið á honum, að hann hefði verið heppinn að þetta skyldi einmitt detta á hausinn á honum, en ekki á annað, því þá hefði getað farið illa.

Svandís fékk stóra kúlu á hausinn og vegfarandi sagði að ekki væri vit í öðru, en að láta athuga á henni höfuðið. 

Ekki er víst, að hann hafi verið að meina kúluna.


mbl.is Svandís: Heppnari en ég á skilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Var það ekki líka Svandís sem lenti í ókyrrðinni í flugi til Egilsstaða um árið? Þá losnaði sæti og hún hentist upp í loft og fékk högg á höfuðið. Það var þá sem menn auglýstu flug austur á kostakjörum: Nokkur sæti laus!

Haraldur Hansson, 18.6.2009 kl. 16:55

2 identicon

Við skulum nú bara vona að hún hafi hrokkið í samband við höggið  Nei, Bara að grínast.

Gott að ekki fór verr.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband