Húsnæðislán og bankarnir

Íbúðalánasjóður hefur tilkynnt um smávægilega vaxtalækkun, þ.e. vextir sjóðsins verða 4,6% með uppgreiðsluákvæði og 5,10% án þeirra skilmála.  Þetta leiðir hugann, enn og aftur, að ákvæði margra húsnæðislána bankanna, um endurskoðun vaxta á fimm ára fresti.  Í haust verða fimm ár liðin frá því að bankarnir ruddust með látum inn á húsnæðislánamarkaðinn með nánast ótakmörkuð lán á lágum vöxtum.

Nú eru húsnæðislánavextir bankanna á bilinu 5,9% - 7,8% eftir "tegundum" viðskiptavina.  Ef bankarnir hækka vexti á íbúðalánum sínum í haust og stýrivextir hafi þá ekki lækkað verulega, mun greiðslubyrði þeirra, sem keyptu íbúðir með lánum bankanna hækka umtalsvert.  Sem dæmi má nefna að skuldari, sem tók lán með vaxtaendurskoðunarákvæði með 4,15% vöxtum, haustið 2004, gæti átt von á allt að fimmtíuþúsund króna hækkun mánaðargreiðslna, ef bankarnir beita þessu ákvæði og núverandi vaxtakjör verða ennþá við lýði.

Annarsstaðar á mbl.is birtist  þessi frétt, um að Íbúðalánasjóður hefði óskað eftir því fyrir þrem vikum, að fá að hækka sín hámarkslán úr 20 milljónum króna í 30 milljónir.  Árni ESB Árnason, félagsmálavinnumaður, hefur ekki haft tíma ennþá til að svara sjóðnum og er líklegasta skýringin talin sú, að slík hækkun gæti ýtt undir þenslu.

Nú er akkúrat engin þensla í þjóðfélaginu og það eina sem heldur verðbólgu á floti, er hækkun innfluttrar vöru vegna aumingjaskapar ríkisvinnuflokksins í því verki að styrkja gengi krónunnar.

Íbúðamarkaðurinn er algerlega frosinn og því gæti hækkun lána Íbúðalánasjóðs komið einhverjum viðskiptum af stað og lífgað þar með upp á stöðnunina sem ríkir á öllum sviðum þjóðlífsins.

Ríkisvinnuflokkurinn þyrfti að líta upp úr ESB ruglinu og fara að snúa sér að áríðandi málum.


mbl.is Vextir Íbúðalánasjóðs lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband