Allt eftir bókinni

Jóhanna, ríkisverkstjóri, og Steingrímur Jong Sig., fjármálajarðfræðingur, höfðu þær einu fréttir að færa eftir ríkisstjórnarfund í morgun, að skattar yrðu stórhækkaðir.  Ekki eitt orð um aðgerðir til þess að efla atvinnulífið og fjölga störfum, þannig að hægt væri að fækka fólki á atvinnuleysisskrá.  Nei, þvert á móti var boðuð stórhækkun á tryggingargjaldi, án þess að segja þó hve hækkunin verði mikil, en tryggingargjald er í raun launaskattur, sem lagður er á alla launagreiðendur.  Ekki verður slík skattahækkun til að greiða fyrir kauphækkunum til verkafólks, sem margt hefur nú þegar orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu,  að ekki sé talað um þá, sem hafa misst vinnuna alfarið.

Fjármagnstekjur hafa dregist verulega saman í þjóðfélaginu, en skattinn af þeim skal hækka um 50% og ekki hvetur það til aukins sparnaðar eða aðhalds í peningamálum.  Svo er látið að því liggja, að óvíst sé um bumbuskattinn, þ.e. skatt á gosdrykki og sælgæti.  Ekki þarf að efast um að skattur á slíkar vörur og annann "óþarfa" koma mjög fljótlega, sennileg fyrir mánaðamótin.

Vinstri stjórnir bregðast aldrei væntingum í skattaálögum.  Annað hugmyndaflug er hverfandi.

Þetta er allt eftir gömlu góðu bókinni.


mbl.is Skattahækkanir úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband