Skattpíning framundan

Því hefur lengi verið spáð á þessu bloggi, að vinstri flokkarnir í ríkisstjórn myndu nýta allt sitt skattlagningahugmyndaflug, sem er nánast óendanlegt, til að reyna að skattleggja þjóðina út úr kerppunni.  Það er að segja þeir myndu halda að hægt væri að komast út úr kreppunni með skattpíningu, frekar en sparnaði í ríkiskerfinu.

Þessi spádómur er að rætast, smá saman, og byrjaði sakleysislega með hækkun skatta á eldsneyti, áfengi og tóbak.  Nú boðar Steingrímur Jong Sig., fjármálajarðfræðingur, að erfitt sé að breyta nokkru sem heitið geti í ríkisrekstrinum á miðju fjárlagaárinu, en viðbótargatið, sem stoppa þarf í á þessu ári nemur 20 milljörðum króna.  Fjármálajarðfræðingurinn segir ekki ólíklegt að ná þurfi a.m.k. helmingi þessa með aukinni tekjuöflun.

Sú neysluskattahækkun, sem þegar er komin til framkvæmda, á að skila ríkissjóði 2,7 milljörðum króna á þessu ári, þannig að nú á að hækka skattlagningu til viðbótar um a.m.k. 7,3 milljarða.  Á því sést að gríðarlegar skattaálögur eru framundan á næstu dögum, til að ná skattahækkun um a.m.k. 10 milljarða króna á þeim sex mánuðum, sem eftir lifa árs.

Ekki má gleyma því, að þessir skattar munu halda sér næstu ár og þýða 20 milljarða króna aukaskattlagningu árlega í nánustu framtíð.  Til viðbótar þurfa heimilin og fyrirtækin í landinu að greiða hærra álag á lán sín vegna þess að neysluskattarnir fara beinustu leið inn í vísitöluna.

Hugmyndaauðgi vinstri flokkanna mun búa þessa nýju skatta í ýmsa búninga, svo sem sykurskatt, sælgætisskatt, gosdrykkjaskatt, lúxusvöruskatt o.s.frv., o.sfrv.

Stjórnarflokkana skortir kjark til að taka á útgjaldavandanum, en þeir hafa endalaust þrek og þor til skattahækkana.


mbl.is Ná helmingi með tekjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Sparnaður í ríkiskerfinu kemur aldrei til með að dekka þetta allt. Auðvitað þarf líka að hækka skatta og gjöld. Barnalegt að halda öðru fram.

Páll Geir Bjarnason, 10.6.2009 kl. 10:54

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það væri nær að byrja á því að koma atvinnulífinu í gang á ný, þannig að sem flestir af þeim 18.000 sem eru atvinnulausir kæmust aftur út á vinnumarkaðinn og gætu þá greitt skatta af tekjum sínum.  Með aukinni vinnu og veltu í þjóðfélaginu næðust skatttekjurnar upp aftur, bæði með tekjusköttum og neyslusköttum. 

Með því að auka skattheimtuna, verður dregið enn meira úr kaupgetu almennings, þannig að ekki er á vísan að róa með tekjuaukningu af neysluskattshækkunum núna.  Þær fara bara út í neysluverðsvísitöluna og hækka lánin um leið og almenningur verður að herða sultarólina ennþá meira.

Skattpíning mun ekki koma þjóðinni út úr vandanum.  Hann verður að leysa með niðurskurði ríkisútgjalda, jafnvel blóðugum, sem auðvitað verður sársaukafullur, en óhjákvæmilegur.

Axel Jóhann Axelsson, 10.6.2009 kl. 11:07

3 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Sparnaður í ríkiskerfinu á víst eftir að dekka þetta allt og meira en það ef fólk er ekki pranglandi einsog pempíur í kringum niðurskurðarhnífinn einsog Heilög Jóhanna og Steingrímur virðist vera að gera.

Þau virðast a.m.k. ekki læra af fyrri kreppum þar sem hefur verið held ég alltaf þannig að aukin skatlagning dýpkar kreppuna og lengir hana, en ég held að þau séu vísvitandi að horfa framhjá þessari staðreynd. Ég held að þau ætli að gera allt rangt alveg þangað til þau ná að plata okkur inní ESB.

Ég held nefnilega að þau ætli að pína almenning út árið, gera ekki neitt sem heilbrygð skynsemi segir til um og dýpka þessa kreppu einsog þau geta þangað til allir fara að sjá ESB í hyllingum sem fyrirheitna landið því "það er allt svo miklu betra þar en hérna" og þar sem Íslendingar eru með svo mikið gullfiskaminni þegar kemur að stjórnmálum og ríkisákvarðanatökum þá verðum við búin að gleyma öllu sem þessi ríkisstjórn gerði rangt og höldum að þetta sé svona af því að Ísland sé svo lélegt land og við verðum að ganga í ESB "til að allt verði svo miklu betra".

Það er allavega mín kenning.

Jóhannes H. Laxdal, 10.6.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband