9.6.2009 | 13:54
Óþolandi afskipti af málefnum Íslands
Utanríkisráðherra Finnlands blandar sér í ESB umræðuna á Íslandi á freklegan hátt, með því að lýsa því yfir að hann vilji sjá Ísland í ESB "eins fljótt og auðið er en legg á það áherslu að þið skylduð ekki gera ykkur of miklar væntingar. Þetta er erfitt ferli."
Ekki er hann heldur meiri vinur Íslendinga en svo, að hann segist ekki styðja málstað Íslands í Icesave deilunni vegna þess að Finnar styðji sérhverja þá ákvörðun sem greiði götu Íslands að Evrópusambandsaðild. Þetta er enn ein staðfestingin á því að ESB, ásamt Bretum, stóð fast að baki kúgunaraðgerðunum í þessu máli.
Utanríkisráðherrann hikar ekki við að beita blekkingum varðandi Evruna, þegar hann segir: "Án evrunnar væri efnahagsástandið í ríkjum Evrópusambandsins, þar með talið í ríkjum sem standa utan evrunnar, skelfilegt. Ég vil ekki einu sinni hugsa til þess í hvaða stöðu Evrópa væri án gjaldmiðilsins. Fréttir undanfarna daga benda til alls annars, t.d. þessi frétt um vandræði Evrusvæðisins og ekki síður þessi frétt um erfiðleika Letta, sem ekki eru á Evrusvæðinu.
Það er nóg fyrir Íslendinga að þurfa sýnkt og heilagt að hlutsta á Smáfylkingarkórinn syngja sálminn sinn um ESB, þó erlendir trúboðar séu ekki að hjálpa til við boðun fagnaðarerindisins.
Ein lygi Smáflokkafylkingarinnar gengur út á að ESB og Evran sé nánast eitt og hið sama, en Finninn slær þá staðhæfingu út af borðinu, sjálfsagt óvart og í óþökk SMF, þegar hann segir, aðspurður um hvenær, eftir inngöngu í ESB, Íslendingar gætu tekið upp Evru: Aðild að Evrópusambandinu og evruupptaka er sitt hvor hluturinn. Aðild að sambandinu þýðir ekki sjálfkrafa upptöku evrunnar.
Þjóð, sem á Evrópusambandslönd að vinum, þarfnast engra óvina.
Varar við of mikilli bjartsýni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst að ALLIR eigi að tala einsog finnar. Hreinskilni, afdráttarleysi, tilgerðarleysi og án nokkurs hroka. Finnska leiðin er aldrei 'Auðveldasta' leiðin. Þeir hafa aldrei fengið neitt ókeypis eða grætt á stríðum. Sjálfstæði þeirra er dýru verði keypt og þeir hafa reiknað út hvern blóðdropa sem fór í það.
Þú er kæri boggari ert einn af þeim sem heldur að sjálfstæði okkar sé falið í því að rífa kjaft án þess að hugsa málið til enda. ENGINN hefur sagt að ESB og Evra séu það sama. Hinsvegar verður evra ekki fengin NEMA með aðild að ESB.
Hlustaðu fyrst vel áður en þú opnar munninn hvað þá skrifar villandi upplýsingar til okkar hinna sem erum sveitt við að elta uppi rangfærslurnar hverja af annari. Við eigum enga aðra óvini nema okkur sjálf og þá sérstaklega heimskuna og sjálfsblekkingarvaðalinn og verðum brjáluð ef við komumst ekki upp með múðrið.
Svona skrif einsog þitt ætti að tilkynna sem óviðeigandi tengingu við frétt.
Gísli Ingvarsson, 9.6.2009 kl. 14:19
"Óþolandi afskipti af innanríkismálum". Það eru tveir aðrir sem ég heyri nota þennan frasa reglulega, það eru Jón Valur og Norður Kóreustjórn, ég fæ alltaf á tilfinninguna að nú eigi að fela eitthvað og enginn megi spyrja óþægilega.
Svo eru það uppnefnin: Smáflokkafylkingarinnar, Smáfylkingarkórinn. Þau gera voðalega lítið til að hjálpa mér að vera á móti ESB, virka eiginlega þveröfugt á mig því ég held sjálfkrafa með þeim sem verða fyrir uppnefni og einelti.
Það er nú svo. Kannski er ESB slæm hugmynd en ég er farinn að vilja fara í ESB bara af því ég vil vera "í hinu liðinu".
Kári Harðarson, 9.6.2009 kl. 14:22
PS: Það er ekkert víst að ESB vilji fá okkur fljótlega, svo við þurfum að fara að blogga um plan B.
Íslenskur hagfræðingur sagði: Það eru tvær leiðir út úr kreppunni, Icelandair og Iceland Express....
Fleiri leiðir?
Kári Harðarson, 9.6.2009 kl. 14:27
"Mér finnst að ALLIR eigi að tala einsog finnar. Hreinskilni, afdráttarleysi, tilgerðarleysi og án nokkurs hroka."
Gísli, þetta er göfugur boðskapur, en það er oft svo með prédikara, að þeim gengur illa að fara sjálfum eftir boðskapnum.
Þú hefur ekki fylgst vel með málflutningi t.d. Jóhönnu, ríkisverkstjóra, og Árna ESB Árnasonar, sem kinnroðalaust hafa margoft sagt að eingöngu aðildarumsókn að ESB, myndi auka tiltrú landsins erlendis og þar með myndi efnahagsvandinn nánast hverfa sjálfkrafa. Einnig hafa þau marglýst því yfir, að Evran kæmi strax í kjölfar aðildarinnar, enda væri hún alger forsenda efnahagsbata á Íslandi.
Ef slíkur málflutningur kallast ekki lýðskrum, þá er ekkert lýðskrum til. Þurkaðu af þér svitann og reyndu að leiðrétta "heimskuna og sjálfsblekkingarvaðalinn" í félögum þínum, áður en þeir verða alveg brjálaðir á að komast ekki upp með múðrið.
Axel Jóhann Axelsson, 9.6.2009 kl. 14:33
Kári, Smáflokkafylkingin er fylking margra smáflokka, þ.e. Alþýðubandalags (að hluta), Alþýðuflokks, Þjóðvaka, Kvennalista, Íslandshreyfingarinnar o.fl., svo það getur varla talist einelti þó þetta nafn sé notað í gamni. Þau eru nú ekki falleg nöfnin, sem sumir nota um aðra flokka.
PS:
Norræna
Axel Jóhann Axelsson, 9.6.2009 kl. 14:38
Mig varðar ekkert um það sem Jóhanna segir eða aðrir sem þú velur að nefna upp. Hef mínar skoðanir annarstaðar frá. Ef þau vilja leggja málinu lið með því að halda fram að tiltrú okkar sem þjóðar muni vaxa við það að fara í aðildarviðræður finnst mér það ekkert fjarri lagi. Hinsvegar tel ég að þú hafir síðan hætt að hlusta. Efnahagsvandinn mun ekkert hverfa sjálfkrafa. Það hefur engin Jóhanna sagt. Evruumsókn myndi koma í kjölfar aðildar en það er annað ferli og það er ferlið sem skiptir máli. Ef við vinnum vinnuna heima þá getum við tekið upp evru annars ekki. Þetta mundi þýða að 'hin sér-íslenska leið' í efnhagsmálum heyrir fortíðinni til. Ég get ekki beðið eftir því. Allt er betra en ísland í dag og síðustu 50 ár. Horfum til framtíðar lagsi.
Gísli Ingvarsson, 9.6.2009 kl. 15:45
"Allt er betra en ísland í dag og síðustu 50 ár. Horfum til framtíðar lagsi."
Á síðustu fimmtíu árum breyttist Ísland úr fátækast ríki Evrópu í eitt það ríkasta. Það gerðist ekki með neinni utanaðkomandi hjálp, þvert á móti þurftu Íslendinar að berjast fyrir öllu sínu sjálfir, t.d. í þorskastríðunum.
Þó á móti blási núna, er þjóðin einfær um að koma sér aftur í röð þeirra þjóða, sem bjóða upp á bestu lífskjörin. Til þess þurfum við ekki hjálp frá ESB, enda mundi aðild að því sambandi frekar hefta okkur, heldur en hitt.
Axel Jóhann Axelsson, 9.6.2009 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.