Pottaglamur í þingsalnum?

Fjármálaeftirlitið setti upp gamanleikrit, eða farsa, fyrir tvær þingnefndir Alþingis í morgun, að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns Smáflokkafylkingarinnar.  Fjalla átti um verðmat á eignum við uppgjör gömlu og nýju bankanna og hefði mátt ætla að ekki væri um nein sérstök gamanmál að eiga.

Fleiri þingmenn voru ekkert ánægðir með farsann, eða eins og segir í fréttinni:  "Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það hefði verið mikil þrautaganga að fá upplýsingar um málið en fulltrúi Fjármálaeftirlitsins hefði komið á fundinn í morgun og sagt, að þeir hefði gert þannig samninga sl. haust, að engin leið væri að upplýsa þingmenn um þá."

Þær spurningar vakna hverjir "þeir" séu og við hvern gerðu "þeir" þannig samninga, að engin leið væri að upplýsa þingmenn um þá.  Stundum fá þingmenn upplýsingar, sem þeir eru bundnir trúnaði yfir, en í þessu tifelli er þeim ekki einu sinni treyst til að halda þessum upplýsingum fyrir sig, á meðan þeir væru að taka ákvarðanir í málinu.

Álfheiður Ingadóttir, einn af stjórnendum búsáhaldabyltingarinnar, kann ráð við þessu, eins og sönnum byltingarforingja sæmir, þ.e. að þingmenn fari að berja búsáhöld í þingsalnum, til að kalla fram upplýsingar.

Það væru hæg heimatökin, að sækja byltingardótið upp á skrifstofu VG.

 


mbl.is Tveimur þingnefndum meinað um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband