Ekkert að óttast fyrr en í haust?

Heimsfaraldur Influensu A hlaut að berast hingað til lands fyrr eða síðar.  Flensan er ólík öðrum slíkum að því leyti að hún á uppruna að rekja til vesturlanda, en ekki Asíulanda, eins og oftast er.  Frá Asíu hafa borist flensur á hverju ári og þaðan hefur verið óttast að fuglaflensan myndi jafnvel ná sér á strik og breiðast þaðan og valda óáran og jafnvel fjöldadauða um allan heim.

Mexíkóflensan virðist ekki vera eins skæð og óttast var í fyrstu, en nú hefur hún borist til Asíu og þá er ekki að vita hvað gerist með haustinu.  Hugsanlega gæti hún komist í tæri við fuglaflensuna og út frá því orðið stökkbreyting hennar og hún orðið eins skæð og Svarti dauði var hér áður fyrr, eða Spænska veikin á fyrri hluta síðustu aldar.

Núna er ekki ástæða til annars, en að sýna almenna skynsemi varðandi hreinlæti og umgengni við þá, sem hugsanlega smitast á næstunni.

Vonandi verður komið bóluefni gegn þessum vágesti fyrir haustið.

Gerist það ekki, er hægt að eiga á öllu von, án þess að ástæða sé til að örvænta, því læknavísindin eru betur í stakk búin til að glíma við svona plágur, en þau voru á síðustu öld.


mbl.is Svínaflensa á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ljótt að þeir kalli okkur svín með þessum hætti.  Eða eru einhver fjórfætt svín í hættu af þessum "faraldri"? 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 12:57

2 identicon

Ég rek svínabú austur í öræfum, þar er ég með 20 svín, þau frömdu öll sjálfsmorð um daginn, þar vil ég meina að svínaflensan hafi gert vart við sig

Ég kom að þeim inní hlöðu þar sem þau höfðu öll hengt sig, mér brá svo mikið að ég skaut mig í hnakkann með lásboga

Krímer (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 13:10

3 identicon

Já svín geta smitast af mönnum og öfugt, það hefur komið fyrir á a.m.k 1 svínabúi í Canada. Þar sem að H1N1 er einning að fjórðungs parti fuglaflensa (alveg eins og hún er að fjórðungs parti venjuleg mannaflensa) þá eru einhverjar líkur á því að menn geti smitað fugla og fuglar menn. Síðan er bara að vona að ef (þegar) H1N1 dreifist um Asíu að hún smiti ekki einhverja fugla (eða menn) sem eru með H5N1 fuglaflensuna því þá gæti fjandinn orðið laus :(

Guðný (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 14:19

4 identicon

Ég hef oft verið að spá , ætli þetta sé kannski einhver buisness þessi svínaflensa, gæti verið að lyfjafyrirtækjinn eru að koma þessu í gang, til að auka gróðan, afhverju skellir svona á einmitt í kreppunni ..... bara smá pælingar, er ekki allveg að fatta hvernig svona getur alltíeinu bara komið.

Sigurdur (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 16:26

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er í raun grafalvarlegt mál, en við getum lítið aðhafst. Þetta mun hafa sinn gang.

Finnur Bárðarson, 23.5.2009 kl. 17:57

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Ekki tók langann tíma að upplýsa hvaða lyf skyldi notað við þessu og ekki tók langann tíma að selja þau. Var þetta semsagt ekkert ókunnugt? Bara smá pælingar líka.

það getur verið gott að reyna aðeins á sinn eigin heila og láta ekki aðra alltaf hugsa fyrir sig.

Ja við deyjum víst úr einhverju að lokum hvort sem er. Enginn hefur lifað lífið af. En þangað til ætla ég bara að hafa sem minnstar áhyggjur af lyfjaframleiðendum. þvílíkt kæruleysi hjá mér.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2009 kl. 00:18

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Krímer. þau hafa skynjað þessa gríðarlegu hættu og þú líka . þá var tilgangnum náð með þessum fréttaflutningi. Hræðilegir svona kæruleysingjar eins og ég sem ætla bara að skammast sín til að lifa áhyggjulaus út af þessu til dauðadags og engar refjar .

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2009 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband