Allt Davíð að kenna

Baugsliðið hefur í mörg ár haldið því fram að Davíð Oddsson hafi verið sinn versti óvinur og alltaf barist á móti útrásardraumum og annarri almennri græðgisvæðingu, innanlands og utan.  Þetta var allt saman satt og rétt, en með skipulagðri og dýrri ímyndarherferð tókst Baugsmönnum að vinna almenningsálitið á sitt band og Davíð var úthrópaður, sem óvinur þjóðarinnar  númer eitt.

Davíð var óvinur fleiri stórglæpamanna, því eins og hann sagði sjálfur frá í Kastljósi, þá var það hann sem benti lögreglunni á, að sitthvað dularfullt væri á seyði innan Kaupþings, t.d. mál sjeiksins frá Katar,  eða eins og segir í fréttinni:

"Upphaf málsins má rekja til bréfs sem Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, sendi til lögreglu en líkt og Davíð upplýsti í Kastljósþætti þann 24. febrúar sl. að fréttir hefðu borist af því að lögreglu hefði borist nafnlaust bréf sem varð til þess að sjeik í Katar og hundruð milljarða tilfærslur á peningum komu upp á yfirborðið. Davíð sagði, að upplýsingarnar hefðu að vísu borist sér nafnlausar en bréfið hefði hann skrifað lögreglunni 2. desember. Þetta hefði valdið breytingum í skilanefndum Kaupþings og víðar."

Það hefur tekið hálft ár, að koma rannsókninni nógu vel af stað, til þess að réttlæta húsleitir, yfirheyrslur og að setja nokkra menn í stöðu grunaðra.  Fjölmiðlafárið og sefjun almennings í Bausmáli hinu fyrra, varð til þess að allt fór á annan endann í þjóðfélaginu og herferð Baugsmanna tókst fullkomlega.

Davíð var stimplaður sem óvinurinn.

Nú er sífellt betur að koma á daginn, að Davið var óvinur spillingar og glæpa, en ekki óvinur þjóðarinnar.

 


mbl.is Unnið úr leitinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt hjá þér en sorglegast í þessu öllu saman er að það hefur tekið hálft ár að gera eitthvað í málinu.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 11:20

2 Smámynd: drilli

http://rindpoop.blog.is/blog/rindpoop/entry/836862/   Hver var þessi Davíð ?  Er veröldin svart-hvít ? Mætti kannski halda það af skrifum þínum.

Gleðilegt sumar.

drilli, 23.5.2009 kl. 12:01

3 Smámynd: drilli

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/24/sogdu_eitt_gerdu_allt_annad/  

Fyrirgefðu, en þetta var tengillinn sem ég ætlaði að sýna þér.

Drilli/GR/rindpoop

drilli, 23.5.2009 kl. 12:06

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nei Drilli, veröldin er í öllum regnbogans litum, en Baugsmálið var nánast svart hvítt.  Annaðhvort voru menn í Baugsliðinu, eða þeir voru óvinir öðlinganna í Bónus, sem fólk taldi að hefður "gert meira fyrir fólkið í landinu" en verkalýðshreyfingin frá upphafi verkalýðsbaráttu á Íslandi.  Nú er almenningsálitið orðið annað og fólk ekki mjög viljugt að ræða um "fortíð" sína í þessu máli.  Sumir kunna að skammast sín, þó Baugsmenn geri það ekki.

Svo er allt önnur Ella, hvernig farið var með viðvaranir Seðlabankans um fyrirséð bankahrun.  Sennilega hafa margir haldið sig við gamla góða haldreipið:  "Þetta reddast alltsaman einhvernveginn."  Svo er líka spurning hvernig viðbrögðin hefðu orðið, en Seðlabankinn og ríkisstjórnin hefðu talað þveröfugt við það sem þau gerðu.  Hefði ekki allt orðið vitlaust, ef þau hefðu gengið fram fyrir skjöldu í fyrravor og sagt að allt væri að fara til andskotans og bankarnir yrðu gjaldþrota innan tíðar?

Kannski fást svör við þessu öllu saman, einhverntímann.

Axel Jóhann Axelsson, 23.5.2009 kl. 12:21

5 Smámynd: drilli

Baugs/Bónus liðið er svo sem ekki besti-vinur-aðal, en það er þetta með hana Ellu; stjórnvöld eru valin til að STJÓRNA, til þess fá þau VÖLD, samanber nafnið. En það klikkaði beggja vegna Arnarhólsins.  Og ekki virðist hafa orðið nógu afgerandi breyting á því síðustu vikurnar, því miður.  En svo skal böl bæta, að benda á eitthvað annað.

drilli, 23.5.2009 kl. 12:49

6 Smámynd: Björn Jónsson

Sumir eru einfaldlega litblindir, aðrir sjá heiminn eingongu í Rauðu ljósi og finna bara skítalykt þegar þeir taka nefið úr eigin rassi eins og ónefndur B fræðingur hér á blogginu sem hendir öllu commenti af bloggsíðu sinni ef einhverjum dirfist að nota sama orðbragð og hann gerir sjálfur á síðu sinni.

Annars er ótrúlegt að heyra og lesa Baugsmiðlana ( geri það reyndar eins sjaldan og ég get ). Ég sá þá skrítnu tilviljun ekki alls fyrir löngu að fréttamaður frá stöð 2 kíkti í  íþróttahús, í Kópavogi að mig minnir, þá vildi það til að Bessastaðaxxxxxxx var staddur þar líka ( bara tilviljun að sjálfsögðu ), tók fréttamaður ónefndan tali að sjálfsögðu, fór þá Baugsi, óó, ónefndur að tala um hvað Baugsmiðillinn sinnti sínu starfi sem góður fréttamiðill vel, RÚV fréttamaður var líka staddur þarna, tilviljun að sjálfsögðu, tóku þeir Baugsa, óó ég meina ónefndan líka tali, Baugsi, eyddi engum tíma í hrós í það skiptið, skrítið eða hvað ?

Björn Jónsson, 23.5.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband