Evran og Pólland

Smáflokkafylkingin berst fyrir inngöngu Íslands í ESB og reynir að telja þjóðinni trú um að með umsókninni einni saman, muni kreppan hverfa eins og dögg fyrir sólu.  Ekki nóg með að "traust" og stöðugleiki munu nánast koma sjálfkrafa, þá munum við fá Evruna, nánast samdægurs og þar með lága vexti og lágt matarverð, án þess að geta þess nokkurntíma, að Íslendingar geta sjálfir lækkað vexti og fellt niður tolla af erlendum matvörum.

Pólland gekk í ESB árið 2004 og þar er ekki reiknað með að þeir geti tekið upp Evruna fyrr en árið 2012, og þar telur fjármálaráðherrann að það muni hjálpa til við að verja pólskt efnahagslíf.  Því er yfirlýsing Lech Kaczynski, forseta póllands, í pólska þinginu afar athyglisverð, en þar sagði hann m.a:  „Upptaka evru er svo sannarlega ekki lækning við lasburða efnahag vegna efnahagskreppunnar í heiminum.  Þvert á móti, á tímum heimskreppu og samdráttar í efnahagslífinu þá er slíkt skref afar áhættusamt fyrir Pólland."

Skyldi Smáflokkafylkingunni aldrei hafa dottið í hug að krónan hafi bjargað íslenskum útflutningsatvinnugreinum og ferðaiðnaðinum í þeirri kreppu, sem nú gengur yfir hér á landi.

Atvinnuleysi í þessum greinum er nánast ekkert núna og litið til þessara greina, sem helstu von þjóðarinnar um þessar mundir.

Væru þessar atvinnugreinar einhver vonarpeningur, ef gjaldmiðillinn hefði verið Evra, þegar hrunið varð?


mbl.is Forseti Póllands varar við upptöku evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forseti Póllands er maður með viti. 

Smásálafylkingin hefur bara eina stefnu, og það er að ganga í ESB.  Takist það ekki, mun Smásálafylkingin leysast upp.

Nei, Smásálafylkingin dettur ekki í hug að krónan muni í raun bjarga okkur út úr efnahagskreppunni.  Við verðum komin út úr kreppunni langt á undan öllum ESB-ríkjunum, og sennilega verðum við búin að upplifa þrjú góðæristímabil og tvo efnahagssamdrætti áður en að ESB-löndin munu hafa upplifað svo mikið sem eitt einasta góðæri.

Frétti af því meðal sendifólks frá Finnlandi, að þarlend fyrirtæki væru að flytja starfsemi sína til, og getið þið hvað, til Svíþjóðar, vegna þessa að gengi Evrunnar er allt of hátt og er að drepa Finnsk fyrirtæki.  Sænska krónan hefur hinsvegar veikst og það hefur gert Svíþjóð samkeppnishæfari en Evru-löndin, t.d. Finnland.

Þetta er nú allt þetta "skjól" sem Evran veitir Finnum.  Þessi "trausti" og "sterki" gjaldmiðill sem Evran er, er að drepa Finnskan efnahag og atvinnuleysi er farið að aukast þar.

Sigmundur Pétursson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 16:07

2 Smámynd: Historiker

Forseti Póllands er heimsfrægur fyrir það að vera ofstækisfullt fífl.

Historiker, 22.5.2009 kl. 18:05

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Historiker:  Eru ekki allir stjórnmálamenn, sem þú hefur ekki kosið sjálfur, ofstækisfull fífl, glæpamenn, druslur og skoðanalausir hálfvitar?

Axel Jóhann Axelsson, 23.5.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband