Stórmerkileg frétt um mokkasíur

Alveg er þessi frétt um páfann og mokkasíurnar merkileg, eða hitt þó heldur.  Er virkilega ekkert merkilegra við þessa heimsókn páfans til Jórdaníu, annað en það að páfinn hafi gengið á mokkasíum eftir dregli, sem fylgdarmenn hans leiddu hann "rakleiðis á"?

Það mun vera venja að fara úr skóm, áður en gengið er inn í það helgasta í moskum múslima, en líklega hefur þessi dregill einmitt verið settur þarna sérstaklega af þessu tilefni, til þess að blessuðum páfanum yrði ekki kalt á tánum.

Fylgdarmaður páfa var ekki ómerkari maður en Ghazi bin Muhannad bin Talal, prins Jórdaníu og eins og sést vel á myndinni, sem fylgir fréttinni, gekk hann eftir þessum sama dregli á sandölum, að vísu berfættur, svo honum hefur kannski orðið kalt á tánum.  Reyndar eru allir, sem sjást á myndinni, í skóm, jafnvel öryggisverðirnir sem alls ekki ganga eftir dreglinum.

Þó heimspressan sé upptekin af svona dellu, er óþarfi að hafa hvaða vitleysu sem er eftir henni.


mbl.is Páfinn á mokkasíum í moskunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér varðandi ómerkilegheit þessarar fréttar - en samt ákveður þú að eyða púðri í að skrifa heila bloggfærslu um þessa sömu ómerkilegu frétt án þess að bæta nokkru merkilegu við.  Hver var eiginlega tilgangurinn með því?  Innihaldslaust blaður um innihaldslaust blaður. 

Bjarki (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 16:39

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hér hefur oft verið bent á fáráðlegt fréttamat fjölmiðla, sem eru að birta allskyns ómerkilegar fréttir af því sem litlu skiptir á meða Róm brennur.

Nær væri að birta fréttir af eldsvoðanum og fyrirhuguðu slökkvistarfi, sem ennþá er í skötulíki.

Axel Jóhann Axelsson, 10.5.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband