Össur grínari

Össur Skarphéðinsson, uppistandari, hélt mikinn fjölmiðlasirkus vegan ummæla "flokksbróður" síns, Gordons Brown, um að Bretar ættu í viðræðum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um skuldir íslendinga vegna Icesave. 

M.a. segir í fréttinni:  "Össur bar í gær fram formlega kvörtun vegna ummæla Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, í fyrirspurnatíma breska þingsins."  Einnig kemur fram að:  "Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segist ánægður með það sem kemur fram í yfirlýsingu frá breska forsætisráðuneytinu sem send var út í gærkvöldi. Þar er viðurkennd ábyrgð breska fjármálaráðuneytisins á Kaupthing Singer and Friedlander-bankanum auk þess sem fram kemur stuðningur við samkomulag íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn."

Hvað er Össur svona ánægður með í svarinu?  Þar er ekkert minnst á það sem Gordon Brown sagði í þinginu, aðeins aumkunarverður útúrsnúningur og falsskýringar.  Ekkert er minnst á hvort og þá um hvað, Bretar hafa verið að ræða við AGS um Icesave.  Svarið virðist eingöngu sýna það, að Bretar, eins og Íslendingar, taka aldrei mark á Össuri, heldur glotta bara út í annað, af því að brandararnir eru oftast ekki í háum gæðaflokki.

Össur sagði í sjónvarpinu í gær, að hann væri bara "starfsmaður á plani", væntanlega hjá Steingrími J. Bjarnfreðarsyni. 

Miðað við þessa uppákomu, ætti hann ennþá að vera "starfsmaður í þjálfun".


mbl.is Ánægður með svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað eru bretar í samvinnu við þessi alþjóðlegu glæpasamtök AGS.Og auðvitað er þessi trúður ánægður með svör flokksbróðir síns,við hverju var að búast,af þessu steingelda kerfisliði sem stjórnar her núna.

magnús steinar (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 09:16

2 identicon

Er ekki spurning um það hvort þessi "þjálfun" sé ekki fullreynd? Hann má taka pokann sinn mín vegna.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband