Viðvaranir seðlabankans

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að spá seðlabankans, um að krónan eigi ekki eftir að styrkjast verulega á næstunni, sé eins og blaut tuska framan í þau, þar sem menn hefðu vonast eftir að krónan styrktist allverulega.

Sennilega hefði verið betra að taka mark á spám seðlabankans fyrr, eða eins og fram kemur í fréttinni:  "Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir viðvörunarorð Seðlabankans varðandi skuldsetningu í erlendri mynt hafa verið hundsuð. „Það hefur ýmislegt verið sagt um Seðlabanka Íslands í umræðu um efnahagsmál en það er ekki hægt að segja að Seðlabankinn hafi ekki varað við lántökum í erlendri mynt á meðan tekjurnar eru í krónum. Það hafa forsvarsmenn bankans gert við ýmis tilefni undanfarin ár,“ sagði Þórarinn."

Þetta er hárrétt hjá Þórarni.  Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, varaði oft opinberlega við erlendum lántökum einstaklinga og í Peningamálum seðlabankans, sem kemur út ársfjórðungslega, var í mörg ár varað við að gengi krónunnar væri allt of hátt í sögulegu samhengi.

Í nóvember árið 2007, þegar "lánærið" stóð sem hæst kom fram að seðlabankinn reiknaði með a.m.k. 20% gengisfellingu á fyrri hluta ársins 2008, með þessum fyrirvara:  "Hátt raungengi , viðskiptahalli og endurmat erlendra fjárfesta á áhættu, gætu skapað þrýsting til lækkunar á gegni krónunnar umfram það sem gert er ráð fyrir í grunnspá."

Á þessum tíma var sagt að allt sem frá seðlabankanum kæmi, væri nánast grín, af því að aðalbankastjórinn væri fyrrverandi pólitíkus, sem ekkert mark væri á takandi.

Greinigdardeildir bankanna tóku undir að seðlabankinn væri ómarktækur og kepptust þess í stað við að útmála það fyrir landanum, að allt væri í blóma í landinu og bankarnir kepptust við að ýta erlendum lánum að almenningi, fyrirtækjum og sveitarfélögum vegna þess að þau væru svo hagkvæm, einmitt vegna hárra stýrivaxta seðlabankans.  Stýrivextirnir voru auðvitað til þess að reyna að sporna gegn lánaæði landans.

Bankarnir og almenningur hefðu átt að hlusta betur á Davíð Oddsson, áður en það varð of seint.


mbl.is „Eins og blaut tuska“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur pistill. Þetta er nákvæmlega eins og ég man það líka. Það var erfitt að reka seðlabanka með aðhaldsaðgerðir með ríkisstjórn með þensluaðgerðir. Þegar vextirnir urðu of háir leituðu allir bara í erlendu lánin og fóru þannig framhjá varnartækjum seðlabankans.

Skúli Magnússon (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 11:10

2 identicon

Sæll Axel,

Ég ætla að byrja á að vitna í textann hjá þér:

"Í nóvember árið 2007, þegar "lánærið" stóð sem hæst kom fram að seðlabankinn reiknaði með a.m.k. 20% gengisfellingu á fyrri hluta ársins 2008, með þessum fyrirvara:  "Hátt raungengi , viðskiptahalli og endurmat erlendra fjárfesta á áhættu, gætu skapað þrýsting til lækkunar á gegni krónunnar umfram það sem gert er ráð fyrir í grunnspá."

Þeir sem tóku erlend lán höfðu gert ráð fyrir 20-30% falli krónunnar og voru tilbúnir í þá stöðu þar sem þegar upp værir staðið væri erlenda lánið hagstæðara en verðtryggða lánið. Að halda því hins vegar fram að 100% hækkun EUR á tveimur árum sé eitthvað sem Seðlabankinn hafi varað við er hrein fásinna.

Við lestur Peningamála Seðlabankans kemur greinilega fram að bankinn hafði reikna með að EUR færi hæst í 120-130. Þetta er skjalfest. Þegar gengið var að aðalhagfræðingi bankans og ynntur um þessi miklu frávik á núverandi stöðu og þeirri sem gert hafði verið í opinberum skýrslum bankans var svarið einfalt:

"Það er ekki hlutverk bankans að spá fyrir um hrun eða gengi IKR við slíkt hrun"

Axel, ég geri grundvallarkröfu til þess að fólk kynni sér málin vel áður en það dæmir ákvarðanir fólks. Ég vil einnig benda þér á að verðtryggð lán hafa 40% teigni við gengi íslensku krónunnar það er ef IKR fellur um 10% má reikna með að það leiði til hækkunar verðtryggðra lána um 4%. Hafið þetta í huga áður en þið dæmið lántökur í erlendri mynt. Það mun nefnilega koma sá tímapunktur að verðtryggða lánið fer framm úr hinu erlenda. Spurningin er aðeins, hvort viltu vera snígillinn eða skjaldbakan, þitt er valið.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 11:11

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björn, þú segir:  "Axel, ég geri grundvallarkröfu til þess að fólk kynni sér málin vel áður en það dæmir ákvarðanir fólks."

Ég er alveg sammála þér um þetta og þykist hafa fylgst sæmilega með í gegnum tíðina, eins og hver annar, án þess að vera með hagfræðimenntun.  Þá menntun vantaði hinsvegar ekki í bankakerfið, en það fór nú fyrir því, eins og það fór.

Í gegnum tíðina hafa verið miklar sveiflur í efnahagsmálunum, gríðarlegar gengisfellingar, miklar hækkanir vísitölu og lántökur hérlendis hafa alltaf verið háðar mikilli óvissu um framtíðina.  Það hef ég lært af þeim lánum sem ég hef tekið í gegnum tíðina og það hefur verið ágætis skóli.

Sem dæmi um þetta má nefna að frá 1. janúar 1982 til 1. janúar 1984 hækkaði lánskjaravísitala úr 304,0 stigum í 846 stig, eða um 178,3%, og húsnæðislánin hækkuðu sem því nam.  Þetta var erfiður tími og nokkur ár þar á eftir, en allt jafnaði þetta sig á endanum og þjóðin varð ein sú ríkasta í veröldinni á næstu áratugum og allir "græddu" á fasteignum sínum.

Nú er svipað ástand í landinu og sjálfsagt ekki ástæða til að ætla annað en að þjóðin vinni sig út úr þessu aftur, en menn verða að vera tilbúnir til að taka sveiflum í þjóðarbúskapnum, því það eru ekki alltaf jólin.

Á línuriti yfir tuttugu ára tímabil aftur í tímann, frá árinu 2004, sem útibústjóri Landsbankans sýndi mér, með samanburði á lánum, þ.e. verðtryggðu láni, myntkörfuláni og óverðtryggðu láni, sem öll voru með sömu upphafsstöðu, kom fram að heildargreiðsla allra lánanna var mjög sviðuð, eftir þessi tuttugu ár.  Munurinn var sá, að sveiflurnar í línuritinu voru afar misjafnar, mestar sveiflurnar voru á myntkörfuláninu, en eins og áður sagði, heildargreiðslan af þeim öllum var svipuð.

Þetta sýnir að það er ekki hægt að meta langtímalán eftir einstökum sveiflum í efnahagslífinu, en þeir sem taka myntkörfulán verða að vera tilbúnir undir miklar sveiflur á lánum sínum.  Það hefur aldrei verið hægt að ganga út frá því sem vísu, að sveiflur myntkörfulána verði ekki meiri en 20-30%, því stundum rjúka þau upp og svo jafna þau sig aftur í samanburði við t.d. vísitölulánin.

"Spurningin er aðeins, hvort viltu vera snígillinn eða skjaldbakan, þitt er valið."

Axel Jóhann Axelsson, 9.5.2009 kl. 11:54

4 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ég er ljónið sem segir að lán evrópskra banka inn á þetta myntsvæði var og er partur af innlimunarferli ESB.

Bankarnir stóðu fyrir þessu og vilja standa fyrir þessu ennþá það á að vera þannig að ílenskt samfélag á að vera étið upp. Af hákörlum og bröskurum í evrópu.

Mig langar að minna landann á að standa saman gegn ógn. ógnin er innlimunarferli ESB..breska heimsveldissins.

Vilhjálmur Árnason, 9.5.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband