Áhrifalaus gjaldþrot

Fyrir rúmum átta mánuðum birtust fréttir af miklum fyrirtækjasölum og -kaupum fjárfestingafélagsins Fons og kom fram að með þessum viðskiptum hefði Fons hagnast um áttatíu milljarða króna og væri þar með orðið eitt öflugasta fjárgestingafélag á Íslandi.  Þessa, ekki svo gömlu, frétt, má sjá  hér

Nú koma fréttir af því að Fons sé gjaldþrota, en gjaldþrotið hafi engin áhrif á helstu félögin, sem áður voru í eigu Fons, því þau eru komin inn í önnur félög, t.d. Iceland Express o.fl., sem eftir sem áður eru í eigu Pálma Haraldssonar og líklega einnig Jóhannesar Kristinssonar. 

Sennilega voru útrásarvíkingarnir snillingar eftir allt saman, þ.e. snilliganr í sýndarviðskiptum og í því að blekkja erlenda banka til að taka þátt í að fjármagna blekkingarnar.  Ekki þurfti að blekkja íslensku bankana, því þeir voru beinir þátttakendur í vitleysunni.

Nú er að koma í ljós að útrásarvíkingarnir eru einnig snillingar í því, að setja fyrirtækin sín á hausinn, án þess að verða gjaldþrota sjálfir. 

Jóhannes í Bónus kemur svo reglulega í fjölmiðla og grætur örlög sín og útrásarvíkinganna. 

Margir gráta með og vorkenna honum og hingum útrásarvíkingunum, fyir hvað allir séu vondir við þá.


mbl.is Gjaldþrot Fons hefur ekki áhrif á Ticket
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pálmi Haraldssons konkurs følges med stor interesse i Danmark.

mvh

PREBEN.+

PREBEN (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband