Lausn fyrir ESB eða Ísland?

Joe Borg, sjávarútvegsstjóri í framkvæmdastjórn ESB, segist viss um að ásættanleg lausn fyndist í sjávarútvegsmálum, ef Ísland sækti um aðild að ESB.  Þessu slær mbl.is upp, eins og þar með sé komin staðfesting á að enginn hætta sé á að Íslendingar missi yfirráð yfir sjávarauðlindum sínum.  Hvað héldu menn að Joe Borg myndi segja?  Dettur einhverjum í hug að hann myndi segjast vera afar efins um að lausn fyndist?  Auðvitað gat hann ekki sagt neitt annað.

Í fréttinni segir einnig:  "Þetta kom fram á blaðamannafundi, þar sem Borg kynnti skýrslu, svonefnda grænbók, um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þar kom m.a. fram að níu af hverjum 10 fiskistofnum í lögsögu bandalagsins væru ofveiddir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að skoða hvort taka eigi upp frjálst framsal á veiðikvótum að íslenskri fyrirmynd og vísaði Borg til þess á blaðamannafundinum." 

Gæfuleg sjávarútvegsstefna þetta hjá ESB, eða hitt þó heldur.  Framkvæmdastjórnin er að skoða hvort taka eigi upp frjálst framsal á kvótum að íslenskri fyrirmynd.  Íslenska ríkisstjórnin er að skoða að afnema frjálsa framsalið, þannig að sennilega fylgist Joe Borg ekki vel með væntanlegum viðsemjendum sínum, eða vinstri menn á Íslandi viti ekkert hvað er að gerast innan ESB.  Reyndar ganga allar breytingar innan ESB á hraða snigilsins, svo ekki þarf að reikna með að neitt gertist í þessum efnum á næstu árum og þá verða allir fiskistofnar ESB væntanlega útdauðir.

Svo klikkir Joe Borg út með þessu:  "... mun landið finna í framkvæmdastjórninni samningsaðila sem er reiðubúinn til að ræða með mjög jákvæðum hætti hvort hægt sé að finna lausn sem tryggir að framtíð íslenskra sjómanna verði svipuð og þeir hafa haft það til þessa, en það yrði að vera innan marka sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar."

Lykilatriðið í þessu er niðurlag setningarinnar sem kemur á eftir orðinu en.  Það verður ekkert samið við Íslendinga nema á grundvelli sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB.

Hvað ætli ESB sinnar skilji ekki í þessari einföldu setningu?


mbl.is Viss um að lausn fyndist á sjávarútvegsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt athugað hjá þér  Axel, sem fyrri daginn.  Sérstaklega "innan marka sameiginlegu ..." o.s.frv.  

 E....n aðeins framar er sagt: "sem tryggir að framtíð íslenskra sjómanna verði svipuð" !!  Þarna er náttúrulega komin hártogun, sem erfitt verður að greiða úr.  Svipuð og hvað:  Er svipaður 60% af fyrri tekjum, eða 70% eða hvað ?  :)

Annars tel ég að okkur ætti að vera óhætt að ræða málin við þetta lið,(við hljótum að eiga e-a Kærnesteda til þess að klípa og toga !)   og sjá hvað út úr því kemur, málið yrði þá afgreitt í þjóðaratkvæðagreiðslu með höfnun eða samþykkt, og getum við þá einbeitt okkur að öllum hinum málunum.

Hilmar Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 15:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er rétt, Hilmar, að hann talar einmitt um það:  "hvort hægt sé að finna lausn sem tryggir að framtíð íslenskra sjómanna verði svipuð og þeir hafa haft það til þessa, en það yrði að vera innan marka sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar." 

Uppgjörskerfi sjómanna á fiskiskipum ESB er allt annað en íslenskra sjómanna og hann talar um að spurning sé hvort hægt sé að finna lausn sem verði svipuð og áður fyrir íslenska sjómenn.  Það þýðir samt, að yfirráð yfir auðlindinni verður í höndum ESB en ekki Íslendinga.

Ekki er nú víst að íslenskum sjómönnum lítist vel á þessa framtíðarsýn.

Axel Jóhann Axelsson, 30.4.2009 kl. 16:39

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

ESB elítan tínir til hvert smá atriði sem það getur fundið og sett fram í stórri fyrirsögn til að sanna mál sitt að ESB vilji okkur svo vel að þeir vilji endilega hafa okkur með, en á sama tíma reynir elítan að gera sem minnst úr öllum þeim stóru atriðum sem sanna það að við höfum ekkert í ESB að gera.

Tómas Ibsen Halldórsson, 1.5.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband