Vaxtaokrinu verður að linna

Fyrir þrem vikum var bloggað hér um óheyrilega raunvexti, en þá var verið að miða við að verðbólga innan ársins yrði innan við 5%.   Líklega mun verðbólgan hjaðna hraðar en þar var gert ráð fyrir, því samkvæmt nýjustu útreikningum Hagstofunnar jafngildir núverandi verðbólga, reiknuð til næstu tólf mánaða, aðeins 1,4% á ári, eða eins og segir í fréttinni: 

"Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,4% verðbólgu á ári"

Vægast sagt, er afar villandi að birta alltaf verðbólgutölur fyrir tólf mánuði aftur í tímann, því það er ekki sú verðbólga sem skiptir öllu máli nú eða í framtíðinni.  Stýrivextir eru nú 15,5% og sjá þá allir þvílíkir okurvextir þetta eru, eða 14% raunvextir.  Slíkt vaxtaokur þekkist hvergi í veröldinni og allir seðlabankar heimsins keppast við að lækka sína vexti, til að örva atvinnulífið í heimalöndum sínum.

Peningastefnunefnd, norski förusveinninn, fjármálaráðherrann og ríkisstjórnin öll virðist vera algerlega úr takti við raunveruleikann og vinstri flokkarnir eyða nú tímanum í karp um einskisverða hluti í stjórnarmyndunarviðræðunum.

Þessu vaxtaokri verður að linna og ríkistjórnarflokkarnir og seðlabankinn þurfa að fara að vakna.


mbl.is Verðbólgan nú 11,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óttalega kjánalegur pistill AHHAHAH AHAHHAHA HAHAHAHAHA Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn stjórnar framtíð landsins!

Hólmar (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband