Endurtekið efni

Það er leiðigjarnt að vera sífellt að staglast á sömu hlutunum, en stundum verður ekki hjá því komist og vonandi lítur það ekki út eins og þráhyggja.  Þráhyggja er einmitt það sem helst kemur upp í hugann, þegar fylgst er með Smáflokkafylkingunni og öðrum fylgjendum ESB aðildar hérlendis.

Þegar venjuleg rök fyrir aðild að ESB gengu ekki í þjóðina, var áróðrinum beint gegn krónunni og hún sögð ónýtur gjaldmiðill, vegna þess að útlendingar treystu henni ekki og hún væri ekki gjaldgeng lengur í alþjóðaviðskiptum.  Þetta er auðvitað tóm vitleysa, enda hefur utanríkisverslun íslendinga aldrei byggst á krónunni, heldur hefur allur út- og innflutningur verið greiddur með erlendum gjaldeyri.  Ísland komst í hóp ríkustu þjóða veraldar með krónuna sem gjaldmiðil og verðbólga og önnur hagstjórnarvandamál í gegnum tíðina hafa ekki verið krónunni að kenna, og reyndar engum dottið í hug að kenna henni um, fyrr en ESB sinnar fundu upp á því fyrir þrem árum síðan, eða svo.

Það sem hins vegar er lítið talað um í sambandi við ESB er fullveldisafsalið.  Smáflokkafylkingin heldur ekki mikið á lofti eftirfarandi klausu úr samþykktum sínum um ESB:

 “Hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið strax eftir kosningar og bera samninginn undir þjóðaratkvæði. Setja í stjórnarskrá ákvæði sem heimilar að fullveldi sé deilt með yfirþjóðlegum stofnunum og alþjóðastofnunum samkvæmt ákvörðun Alþingis. Slík ákvörðun tekur því aðeins gildi að sé staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslu"

Enn berast tíðindi frá ESB og Evrulandi um kreppuna, sem ekki stafar af óstjórn Sjálfstæðisflokksins eins og sumir vilja vera láta.  Nú síðast frá Írlandi: 

"Írsk sérfræðingastofnun segir, að yfirvofandi niðursveifla í írsku efnahagslífi gæti orðið sú mesta, sem um getur hjá iðnvæddu ríki frá því kreppan mikla reið yfir fyrir sjö áratugum. Reiknað er með samdrætti í írska hagkerfinu til ársins 2010."

ESB sinnar skulda ennþá skýringu á því, hvernig ESB og Evran eiga að bjarga Íslandi.


mbl.is Mesta niðursveifla frá kreppunni miklu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt hjá þér.

Það er merkilegt hvað það heyrist lítið frá ESB-sinnum varðandi þessi stórkostlegu efnahagslegu vandræði Íra.

En hvað um það, tjaldið er að falla hjá ESB-sinnum.  Sannleikurinn er að koma í ljós og fólk er farið að sjá það predikun Smásálafylkingarinnar um ágæti ESB og að fyrir okkur blasis val um ESB eða efnahagslega glötun, er blekking ein.

Sverrir H. Guðlaugsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband