28.4.2009 | 09:15
Atvinnuleysi eykst í ESB
Smáflokkafylkingin (SMF) og aðrir ESB sinnar, heldur áfram að ljúga því að þjóðinni, að umsókn um ESB aðild, ein og sér, myndi koma Íslandi út úr efnahagskreppunni. Því skýtur skökku við að fá sífellt fréttir frá fleiri og fleiri löndum innan ESB um stóraukið atvinnuleysi, án bankahruns. Nú koma fréttir frá Evrulandinu Finnlandi, en þar kemur m.a. fram að:
"Atvinnuleysi eykst í Finnlandi og mælist nú 8,3%, samanborið við 7,6% í mars. Þannig bættust 42.000 atvinnulausir á skrá, sem þýðir að heildarfjöldi atvinnulausra er um 222 þúsund manns. Þetta kemur fram í tölum finnsku hagfræðistofnunarinnar."
Áðildarumsókn að ESB og yfirlýsing um Evruupptöku á að bjarga Íslandi, en vera í ESB og Evra er ekki að bjarga neinu í Finnlandi, frekar en öðrum ESB löndum. Hvernig skyldu ESB sinnar útskýra þetta?
Í fréttinni kemur einnig fram að: "Atvinnuleysi mælist mest í yngsta aldurshópnum. Þannig eru 17,5% þeirra sem eru á aldrinum 15 til 24 ára atvinnulausir, samanborið við 16,3% í febrúar sl."
Finnum hefur mikið verið hælt fyrir að leggja ofuráherslu á menntakerfið og þar með hátt þekkingarstig ungu kynslóðarinnar. Það virðist ekki heldur vera að skila þeim árangri að ungu fólki gangi vel að fá vinnu. Það fær ekki vinnu með tilliti til menntunar sinnar, það fær bara enga vinnu.
Hér hefur því verið haldið fram að aðildarumsókn að ESB og upptaka Evru einhvern tíma í framtíðinni myndi efla traustið á efnahag landsins svo mikið, að Ísland myndi nánast sjálfkrafa komast út út efnahagskreppunni, ekki síst vegna þess að útlendingar hefðu ekkert traust á krónunni.
Er ekki kominn tími til að viðurkenna það, að útlendingum er alveg sama um krónuna, enda höfum við aldrei greitt fyrir innfluttar vörur með krónum. Við höfum alltaf greitt með erlendum gjaldeyri, sem undirstöðuatvinnuvegirnir hafa skapað okkur.
Útlendingar vantreysta ekki krónunni, heldur á Íslendingum sjálfum, sem viðskiptamönnum.
Atvinnuleysi eykst í Finnlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mæl þú manna heilastur! Brýnt er að kynna þjóðinni stöðuna inna ESB til að afhjúpa blekkinguna um að þaðan sé einhvers bjargræðis að vænta. Sannleikurinn er sá að öll ESB-byggingin riðar til falls vegna innri átaka, jafnvel ekki séð fyrir hvort Myntbandalagið kringum evruna lifi kreppuna af. - Það er feigðarflan að ætla að eyða kröftum Íslendinga á næstunni í átök um inngöngu í þessa samsteypu.
Hjörleifur Guttormsson, 28.4.2009 kl. 09:34
Jón Frímann málefnalegur og rökfastur að venju, einn besti bandamaður fullveldissinna.
Umrenningur, 28.4.2009 kl. 10:50
Jón Frímann.
Ástæðan fyrir því að Hjörleifur og Axel eru að benda á að atvinnuleysi hefur aukist til muna í ESB er sú að ESB-sinnar hér á landi lýta á inngöngu sem lausn á öllum vandamálum Íslendinga þar með talið atvinnuleysisvandamálinu.
Síðan má einnig benda á að þær spár um atvinnuleysi á Spáni hafa verið á rökum reistar því þar er atvinnuleysi mælt 17,36% á fyrsta ársfjórðung.
Einnig tel ég ekki málefnalegan málflutning að kalla skoðanaandstæðinga sína argasta afturhald, harðlínumenn og fleira í þeim dúr. Því sá sem notar svona ásakanir í málflutningi sínum er einungis að eyðileggja trúverðugleika sinn.
Daði Rúnar (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 10:52
Atvinnuleysi var yfir 20% 1993 í Finnlandi,er núna 8.3%.Hér var það ca.2% okt.2008 er núna ca.8% og fer vaxandi.
Timo Salsola (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 11:01
Jón Frímann: Hver eru aftur rökin fyrir inngöngu í ESB?
Timo: Þú ert nú varla að bera saman atvinnuleysið í Finnlandi árið 1993, þegar Finnar voru í miðri kreppu, sem yfir þá gekk, eftir fall Sovétríkjanna, við atvinnuleysið á Íslandi árið 2008. Núna er Ísland í dýpstu efnahagskreppu sem yfir landið hefur gengið, þó ekki sé útséð um að botninum sé náð ennþá. Hins vegar er atvinnuleysi nú svipað á Íslandi og í Finnlandi og nú hefur ekki orðið viðlíka hrun þar og hér.
Því er ítrekuð spurningin: Hver eru rökin fyrir inngöngu í ESB, fyrst ástandið er ekki betra þar en hér, eftir mesta efnahagshrun í sögu landsins?
Axel Jóhann Axelsson, 28.4.2009 kl. 12:00
Alltaf eru ESB andstæðingar við sama heygarðshornið í málflutningi sínum um atvinnusleysið. Já það er atvinnulesyi í ESB mjög misjanft eftir löndum en hefur aukist í kjölfar kreppunar. Það er ekki sjálfsagt mál að atvinnuleysi hér stóraukist við inngöngu í ESB. Finnar hafa margoft bent á það að án inngöngu í ESB væru þeir í miklu verri stöðu. Já atvinnuleysi er að aukast í ESB löndum sökum efnahagsástandsins og líka hérna heima.
ESB er ekki skammtímalausn heldur langtímalausn fyrir bættan hag allrar íslensku þjóðarinnar.
Eins og ástandið á íslandi er í dag er það alveg út í hött að hafna því sem getur er að geta komið okkur til góða og hjálpað . Aðildarviðræður eru ekki það sama og innganga.
Grétar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 28.4.2009 kl. 12:53
Grétar: Þú kemur ekki með nein rök fyrir ESB aðild, eingöngu að hún sé ekki skammtímalausn, heldur langtímalausn. Í hverju er sú langtímalausn fólgin? Eru ekki helstu rökin núna að aðildarumsóknin ein og sér myndi skapa svo mikið traust á þjóðarbúskapnum, að nánast allt annað leystist af sjálfu sér.
Það er ekki nóg að agnúast út í ESB andstæðinga á persónulegum nótum. Það þarf að færa fram einhver málefnaleg rök, til þess að hægt sé að ræða málið yfirleitt.
Axel Jóhann Axelsson, 28.4.2009 kl. 13:34
Timo, best að beita sömu rökum og þú.
Árið 1980 var 100% verðbólga á Íslandi. Í dag er hún 10%. Verðtygging var sett á til að ná niður verðbólgu og verðbólgan er lægri í dag. Verðtyggingin hlítur þá að virka, afhverju eru þá allir að væla yfir Verðtyggingunni.
Ef ég hefði verið spurður árið 2006 hvort ég vildi í ESB þá hefði ég sagt já stax. Ef eftir að kreppan skall á þá hefur það skinið svo skært í gegn að ESB er ekki að virka sem skildi og hver höndin er á móti annari um hvernig eigi að bregðast við ástandinu. VIljum við svoleiðs?
Svo er enn annað sem er alveg hlægilegt í þessu máli. En það er sú umræða um að stefna sjálfstæðisflokksins með nýfrjálshyggjuna hafi keyrt landið í kaf. ESB er ekkert annað en stofnun sem byggð er upp á grunni nýfrjálshyggjunar.
Helgi (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 14:36
Þar sem það yrði nokkuð langt mál að telja upp kostina þá er nú best að vitna bara í eftirfarandi netsíður sem hver og einn getur þá lesið. Hvað sem tautar og raular verðum við kanna þá kosti sem í boði eru og þar á meðal ESB. Við getum ekki bara sagt nei. Hvaða kosti eigum við í stöðunni? Íslenska krónan er dauð, seðlabankinn ætti engan þrautavarabanka ef við tækjum um aðra mynt einhliða og gæti ekki stutt sjálfan sig sé aðra banka og fyrirtæki hér, Íslensk fyrirtæki eiga og ættu í miklum erfið leikum með að fá fjármagn, almenningur heldur áfram að borga himinháa vexti og við þyrftum áfram að búa við miklar gjaldeyris og hagsveiflur. Það er hægt að halda lengi áfram. ESB á í miklum vandræðum sem og flest önnur hagkerfi. En það verður að horfa til framtíðar.
ESB er ekki einhliða samband. Ríki semja um inngöngu. Í eplilegum samskiptum ríkja gildir sú regla að gefa og þyggja. Það þurfum við að gera og þyggjum á móti. Ég mótmæli því að afstaða okkar mótist eingöngu af hagsmunum bænda og sjávarútvegs (sem hefur þegar veðsett kvótann og eyðilagt margar sjávarbyggðir á íslandi). Aðild að ESB snertir alla þætti samfélagsins og það verður að taka tillit til heildarinnar sem mér finns t.d. forsvarsmenn bænda og sjávarútvegs alls ekki gera.
Umfram allt verðum við athuga þá kosti sem í boði eru og síðan, ef af samningi verður, verðum þjóðin að samþykkja hann. Við höfum ekki efni á að segja NEI NEI NEI!!!
Athugið þetta til að byrja með (bæði jákvætt og neikvætt):
http://www.samfylkingin.is/Framtíðin/Um_ESB/
http://www.mbl.is/mm/frettir/esb/
Grétar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 28.4.2009 kl. 19:04
ESB er barasta enging töfralausn sem lagar allt og fólk verður að átta sig á því að við sjálf þurfum að takast á við okkar eigin fuck-up og ekki ættlast til þess að einhverjir aðrir (ESB) reddi því fyrir okkur!
Hans Miniar Jónsson., 29.4.2009 kl. 14:49
Alveg hárrétt Miniar og þar með að borga okkar skuldir. En ESB getur hjálpað til
Grétar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 29.4.2009 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.