Þjóðstjórn?

Nú virðist vera að koma í ljós, sem oft hefur verið fjallað um hér, að Smáflokkafylkingin (SMF) og VG geti ekki komið sér saman um þær bráðnauðsynlegu efnahagsaðgerðir, sem grípa verður til strax.  Út á við er látið sem ESB málið sé eitthvert aðalatriði í samningaviðræðum flokkanna, svona til að geta kennt því um, ef ekki næst samkomulag um myndun stjórnar.

Hvort sækja á um aðild að ESB er algert aukaatriði í viðræðum flokkanna, því báðir flokkarnir eru gjörsamlega ráðalausir gagnvart efnahagsvandanum og munu ekki geta komið sér saman um nauðsynlegan niðurskurð ríkisútgjalda.  Þó þessir flokkar hafi farið í kringum það mál eins og kettir í kringum  heitan graut fyrir kosningar og aldrei svarað hreinskilnislega, hvernig ætti að taka á vandanum, þá eru þær blekkingar að baki og nú tekur alvaran við.

Það þarf að skera ríkisútgjöld niður um 40% á næstu þrem árum og það sjá allir sem vilja, að þetta verður ekki gert, nema með blóðugum niðurskurði velferðarmála, menntamála, heilbrigðismála og raunar allra annarra útgjalda ríkisins.

Nú, þegar ekki er lengur hægt að skjóta sér undan vandanum, byrja vinstri grænir að tala um þjóðstjórn og að nú þurfi að leggja pólitískt þras til hliðar, því þetta sé svo stórt og alvarlegt mál.

Auðvitað er þetta tilkomið vegna þess að vinstri flokkarnir koma sér ekki saman um neitt.

Líklega verður Sjálfstæðisflokkurinn að koma þeim til bjargar.


mbl.is Atli: Atvinnuleysið er þjóðarböl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

JÁ Axel - Sjálfstæðisflokkurinn hefur burðina .............. það er ekki spurning ...... en ekki með Samfylkingunni........ALDREI........

Samfylkingin er ekki stjórntæk með neinum flokki.......

Hverjum ber forseta að veita umboð til stjórnarmyndunar "ef " hann tekur það af Jóhönnu ?

Sjálfstæðisflokkurinn er annar stærsti flokkurinn en VG er sigurvegari kosninganna

Benedikta E, 27.4.2009 kl. 15:40

2 identicon

Óttalega kjánalegur pistill. HAHAHAHAH HAHAHAHAHHA AHHAHAHAHAH

Hólmar (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 20:58

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hólmar:  Ekki er alveg ljóst hvað þér þykir svona fyndið.  Er það kannski 180 milljarða niðurskurður ríkisútgjalda á næstu þrem árum?  Það væri undarlegt skopskyn. 

Kannski er það bara hið gamalkunna:  Lítið gleður vesælan.

Axel Jóhann Axelsson, 28.4.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband