Alvarlegra en bankahrun?

Enginn lét lífið í bankahruninu, þótt afleiðingarnar hafi verið skelfilegar fyrir heimilin í landinu, ekki síður en atvinnulífið.  Nú er hins vegar hætta á að ofan í aðra óáran, skelli á landinu plága sem gæti dregið allt að 5000 manns til dauða, eða eins og segir í fréttinni:

"Í áhættumati, sem gert hefur verið á vegum landlæknisembættisins vegna hugsanlegs heimsfaraldus inflúensu, er gert ráð fyrir því að helmingur þjóðarinnar muni sýkjast á 12 vikna tímabili og allt að 3% þeirra, sem sýkjast, geti látist."

Ef það verður raunin, að svínaflensan verði að heimsfaraldri á næstu vikum, verður að setja allt pólitískt þras til hliðar og sameina kraftana til úrlausnar á bráðum efnahagsvanda þjóðarinnar, því ekki mun hann lagast, ef það gengur eftir, sem fram kemur í lok fréttarinnar:

"Þá segir, að gera megi ráð fyrir að atvinnulífið hér á landi lamist í tvær til þrjár vikur, en með gerð viðbragðsáætlunar sé reynt að lágmarka þann skaða sem sjúkdómurinn valdi. En þrátt fyrir að öllum tiltækum ráðstöfunum verði beitt  megi alltaf búast við ófyrirséðum afleiðingum.  Reikna megi með að fjárhagsleg afkoma heimila rýrni tímabundið, verðmæti glatist, til dæmis sjávarfang vegna skorts á vinnuafli og þjóðartekjur minnki í ákveðinn tíma."

Nú er ekki tími til að þjarka um fánýta hluti eins og ESB.


mbl.is Búist við að helmingur þjóðarinnar gæti sýkst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, í allan vetur hef ég sagt; við erum öll ennþá heil við heilsu og á lífi ! Held að við verðum öll að hjálpast að við að berjast gegn þessu :)

Sigrún (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband