Pólitískir vextir?

Fréttir herma að Landsbankinn sé að lækka vexti um 1-2% á óverðtryggðum skuldbindingum.  Þó það sé ekki aðalatriði málsins, er enginn banki í rekstri núna, sem heitir Landsbanki, því eftir hrunið og uppskipti bankans, heitir þessi banki nú NBI hf.  Væntanlega er gamli Landsbankinn ekki að lækka vexti, en þetta sýnir enn og aftur þá ónákvæmni sem fram kemur í fréttamiðlunum.

Hitt vekur meiri athygli, að í fréttinni segir:

„Í ljósi sterkrar lausafjárstöðu getur bankinn tekið þetta skref en ljóst er að þessi breyting getur ekki orðið varanleg nema aðrir bankar og sparisjóðir fari að fordæmi Landsbankans og lækki sína vexti," segir í tilkynningu Landsbankans.

Hvað koma vaxtaákvarðanir annara banka lausafjárstöðu NBI hf. við?  Annaðhvort getur bankinn lækkað vexti eða ekki.  Það hlýtur að eiga að ríkja samkeppni á bankamarkaði og því á NBI hf. ekki að geta hótað að hækka vexti sína aftur, ef einhver annar banki tekur öðruvísi ákvarðanir.  Þessa yfirlýsingu bankans hlýtur Samkeppniseftirlitið að láta til sín taka, ef ekki Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn, en kvartað hefur verið yfir því að þessir aðilar fylgist ekki nógu vel með bankakerfinu.

Í ljósi þess að dyggur liðsmaður Smáflokkafylkingarinnar er bankastjóri í NBI hf., læðist að sá grunur, að hér sé um pólitíska vaxtalækkun að ræða og talsmenn ríkisverkstjórans verði duglegir næstu daga að benda á þessi jákvæðu teikn á himni efnahagslífsins.

Ef pólitíkusar eru farnir að beita áhrifum sínum í bönkunum, er það áratuga stökk til fortíðar.


mbl.is Landsbankinn lækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband