Utanríkismál í hnotskurn?

Íslendingar sátu sem fastast undir ræðu Ahmadinejad Íransforseta á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma.  Ekket kemur fram í fréttinni hvort íslenska sendinefndin skildi hvað maðurinn sagði, eða hvort hún hafði einhverja skoðun á málinu.  Hins vegar segir í fréttinni:

"Samkvæmt upplýsingum íslenska utanríkisráðuneytisins hafa Íslendingar litið til annarra Norðurlanda í málinu og var í þessu tilfelli ákveðið að fylgja Norðmönnum, sem sátu áfram í salnum, er fulltrúar nokkurra Evrópuþjóða gengu út."

Skyldi þetta sýna íslenska utanríkisstefnu í sínu rétta ljósi?  Þurfa íslenskir sendimenn utanríkisráðuneytisins ekki að gera annað en fylgjast með því hvað Norðmenn, eða aðrar norðurlandaþjóðir, gera á svona ráðstefnum?  Á ráðstefnunni munu vera þrír fulltrúar Íslands, sem hlýtur að vera bráðnauðsynlegt til að fylgjast með Norðmönnunum, því ekki er víst að þeir láti okkar menn alltaf vita, þegar þeir þurfa að bregða sér frá.

Er þetta ekki endanleg sönnun fyrir því, að hægt sé að nánast leggja utanríkisráðuneytið niður og fela Norðmönnum alfarið okkar utanríkismál?

Ferðakostnaður eftirhermanna myndi a.m.k. sparast. 


mbl.is Íslendingar gengu ekki út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lélagt af þeim.  Með þessu er fulltrúar okkar að samþykkja helförina og mannréttindabrot Íransstjórnar.

Ps. Það voru ekki Bandaríkjamenn eða Ísraelar sem voru að halda ræðu, því annars hefðu okkar fulltrúar gengið út.

Réttlát reiði (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 14:33

2 Smámynd: Sylvía

segdu....og hver var kostnadurinn vid thessa 3 ,,fulltrua okkar'' ?

Sylvía , 20.4.2009 kl. 14:41

3 Smámynd: ThoR-E

Tek undir þessa færslu.

Nokkrar þjóðir gengu út, en íslenska "nefndin" sat áfram ... vegna þess að norðmenn.. sátu áfram. 

Held að við getum bara lagt niður þetta ráðuneyti sem og önnur ... og gengið í Noreg.  Miðað við þessa "frammistöðu".

ThoR-E, 20.4.2009 kl. 14:44

4 identicon

Þetta  er maðurinn  sem  lætur hengja  konur fyrir hórdóm, drepa  homma og lesbíur  og  kaghýðir  fólk  á  almannafæri sem  er að  skemmta  sér úti á  kvöldin.

 

 

Svo þykist þessi  apaköttur hafa efni á því  að senda öðrum tóninn  og  er algjör  rasisti heimafyrir  og  lætur ofsækja og hundelta  fólk  af öðrum trúarhópum..  Auk þess  sem hann hótar gereyðingu á Ísrael og kallar  Bandaríkin Satan hinn mikla.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 14:46

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Íslenska þjóðin skuldar gyðingum afsökunarbeiðni vegna þáttökunnar í þessari gyðingahatursráðstefnu. Einnig er mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar biðji landsmenn og aðra afsökunar á þessari þáttöku. Nafn Íslands hefur verið smánað í dag.

Hilmar Gunnlaugsson, 20.4.2009 kl. 14:51

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Fín færsla!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.4.2009 kl. 15:26

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góð grein. Getum við ekki bara sparað fullt af peningum og ráðið utanríkisráðuneyti Noregs til að taka ákvarðanir í öllum okkar málum?

Guðmundur St Ragnarsson, 20.4.2009 kl. 17:26

8 identicon

Djöfull er fólk ógeðslega þröngsýnt.

Það er ekki hægt að hrekja rök á grundvelli þess að flytjandi þeirra er slæmur maður. Það er einungis hægt að benda á hræsni hans. En það gerir rökin samt ekki ógild.

Hvað er þetta hefði verið öfugt? Ef að Ísraelsk stjórnvöld hefðu bent á að það hvernig írönsk stjórnvöld kúga konur og minnihlutahópa þar í landi? Hefðu menn þá gengið úr salnum og hefði bloggheimur mótmælt því sem hann sagði?

Nei. Við ættum að fagna því að alræmdur mannréttindabrotamaður stígur upp og gagnrýnir mannréttindabrot annarra, við ættum að nota það gegn honum og afhjúpa hræsni hans en ekki hrekja rökin hans og leyfa á meðan tveim aðillum að traðka á mannréttindum þriðja aðilla.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband